Vistarbönd nútímans Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 13. október 2005 19:01 Tíðarandinn - Sigmundur Ernir Rúnarsson Sú var tíðin að vistarbönd voru við lýði hér á landi - öld fram af öld. Allmörg rök hníga að því að böndin a tarna hafi staðið íslensku samfélagi fyrir þrifum; haldið samfélaginu inni í moldarkofunum, tafið framfarir og hagvöxt. Fólk fékk einfaldlega ekki tækifæri til að sækja fram. Vistarböndin gerðu ráð fyrir því að vinnufólk væri bundið húsum og húsbændum; það mátti hvorki ferðast né finna sér betra starf, hvorki gifta sig né safna auði . Með öðrum orðum; það bjó við kyrr kjör. Líklega má rekja stöðnun íslensks samfélags á fyrri öldum til þessa furðulega kerfis sem var einkum ætlað að koma í veg fyrir flakk og lausamennsku. Vandinn var hins vegar sá að ráðamenn þessara tíma áttuðu sig ekki á því að flakk og lausamennska er líklega ein af forsendum þess að samfélag nái að dafna. Hvatinn til að auka tekjur sínar var nákvæmlega enginn fyrir stóran hluta vinnuafls í landinu. Íslensk saga er að stórum hluta baráttusaga bænda. Og þar voru engin vopn í hendi önnur en léleg amboð. Baráttan snerist um það að komast af; metta mann og annan. Íslendingum, sem lifa nýja neyslutíma, finnst stundum við hæfi að gleyma fátækt og basli þessara gömlu tíma. Og svo sem ekki að undra; þeim hefur oftast verið haldið neðanmáls í sjálfri Íslandssögunni. Það vill gleymast að tæknistig þjóðarinnar stóð nánast í stað eða fór hreinlega aftur allt frá landnámsöld og langt fram eftir nítjándu öld. Það eru ótal margir mannsaldrar. Alltof margir. Og það vill líka gleymast að öldum saman bjó langtum stærri hluti þjóðarinnar í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar en almennt þekktist í löndunum í kring - að jafnaði um fjórðungur landsmanna. Þessu Evrópumeti er sjaldnast haldið á lofti í sögubókum. Nánast aldrei. Og eins vill það gleymast að samfélag okkar var svo lélegt á þessum löngu köflum sögunnar að ráðamenn lögðu sig í líma við að koma í veg fyrir barneignir mikils hluta landsmanna enda var landsframleiðslan lengi vel minni en magamál þjóðarinnar. Þetta vill sumsé gleymast. Enda nýir tímar merkilegri. Nútíminn er kostulegur og snýst að mestu um að ýta undir hagvöxt. Og hagvaxtarfylleríið tekur á sig alls kyns myndir. Margar broslegar. Svo sem fimm hundruð gramma hambogarann sem býðst nú í einu lagi á Íslandi. Við borðum meira en við getum, eigum meira en við þurfum, gerum meira en við erum. Þetta er nútíminn. Fitusoginn og fríkkaður. Fríkaður. Skekkjan í þessari mynd er krafan um vistarbönd samtímans. Á sama tíma og við fordæmum, eða í besta falli brosum að vistarböndunum sem héldu aftur af íslenskri þjóð í gamla daga, nálgumst við óðfluga kröfuna um önnur bönd á fólk. Þetta er krafan um heftan innflutning útlendinga. Heimurinn er að skreppa saman - og vinnumaður nútímans er ef til vill fæddur á Filippseyjum, kannski í Tyrklandi, mjög líklega í Lettlandi. Og það eru margir sem vilja hneppa þetta fólk í bönd; takmarka líkur þess á að komast óheft á milli landa. Þetta er tímanna tákn. Og þetta er líklega eitt stærsta úrlausnarefni efnaðri samfélaga á seinni tímum. Á sama hátt og vel stæðir húsbændur gamla Íslands gátu haldið aftur af þeirra tíma vinnufólki, vilja húsbændur samtímans herða reglur um sína vinnumenn. Og fyrst og síðast takmarka frjálst flæði þeirra. Þetta eru vistarbönd nútímans. Til eru glæsilegar sögur af íslenskum vinnumönnum sem reyndu að brjótast út úr vistarböndum miðalda. Við elskum þetta fólk, horfum til þess sem fyrirmyndar; sjálfstæðisþrá þess, kraftur og áræði er okkur innblástur í ljóð og sögur. Það sigraði ruglað kerfi og hristi upp í stöðnuðu samfélagi. Að minnsta kosti um stund. Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Filippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Íslands á árþúsundaskiptunum og byrjuðu að vinna hér, byggja sér hús, fjölga sér - og fíla frelsið. Og auka hagvöxt okkar. Ég veit það ekki. Samt er þetta fólk að gera nákvæmlega það sama og forfeður okkar sem reyndu að sækja fram, flýja fátækt og algerlega staðnað kerfi. Hvatinn að bjarga sér er mannlegur. Sammannlegur. Það hlýtur að vera hverjum manni áskorun að leita þangað sem honum líður betur; í öryggið, tækifærin og frelsið. Á Íslandi er að finna að mörgu leyti heillandi samfélagsgerð. Ef til vill eina þá bestu í heimi. Vinnumaður heimsins hlýtur að horfa þangað löngunaraugum, rétt eins og vinnuhjúin horfðu á verin í denn. Annað væri í sjálfu sér óeðlilegt - og gæti flokkast undir leti, liðleskjuhátt og lélega sjálfsmynd. Og það er náttúrlega ekki í lagi. Íslensk þjóð er að vakna upp við það að vistarbönd eru að slitna. Hún hefur gert það einu sinni áður. Þá fagnaði hún. Og þá horfði hún undir dagsbrún mesta framfaraskeiðs í sögu lands og þjóðar. Þessi sama þjóð verður að spyrja sig hvort hún vill koma þessum böndum aftur á. Og sitja þannig ein að auð sínum og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Sjá meira
Tíðarandinn - Sigmundur Ernir Rúnarsson Sú var tíðin að vistarbönd voru við lýði hér á landi - öld fram af öld. Allmörg rök hníga að því að böndin a tarna hafi staðið íslensku samfélagi fyrir þrifum; haldið samfélaginu inni í moldarkofunum, tafið framfarir og hagvöxt. Fólk fékk einfaldlega ekki tækifæri til að sækja fram. Vistarböndin gerðu ráð fyrir því að vinnufólk væri bundið húsum og húsbændum; það mátti hvorki ferðast né finna sér betra starf, hvorki gifta sig né safna auði . Með öðrum orðum; það bjó við kyrr kjör. Líklega má rekja stöðnun íslensks samfélags á fyrri öldum til þessa furðulega kerfis sem var einkum ætlað að koma í veg fyrir flakk og lausamennsku. Vandinn var hins vegar sá að ráðamenn þessara tíma áttuðu sig ekki á því að flakk og lausamennska er líklega ein af forsendum þess að samfélag nái að dafna. Hvatinn til að auka tekjur sínar var nákvæmlega enginn fyrir stóran hluta vinnuafls í landinu. Íslensk saga er að stórum hluta baráttusaga bænda. Og þar voru engin vopn í hendi önnur en léleg amboð. Baráttan snerist um það að komast af; metta mann og annan. Íslendingum, sem lifa nýja neyslutíma, finnst stundum við hæfi að gleyma fátækt og basli þessara gömlu tíma. Og svo sem ekki að undra; þeim hefur oftast verið haldið neðanmáls í sjálfri Íslandssögunni. Það vill gleymast að tæknistig þjóðarinnar stóð nánast í stað eða fór hreinlega aftur allt frá landnámsöld og langt fram eftir nítjándu öld. Það eru ótal margir mannsaldrar. Alltof margir. Og það vill líka gleymast að öldum saman bjó langtum stærri hluti þjóðarinnar í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar en almennt þekktist í löndunum í kring - að jafnaði um fjórðungur landsmanna. Þessu Evrópumeti er sjaldnast haldið á lofti í sögubókum. Nánast aldrei. Og eins vill það gleymast að samfélag okkar var svo lélegt á þessum löngu köflum sögunnar að ráðamenn lögðu sig í líma við að koma í veg fyrir barneignir mikils hluta landsmanna enda var landsframleiðslan lengi vel minni en magamál þjóðarinnar. Þetta vill sumsé gleymast. Enda nýir tímar merkilegri. Nútíminn er kostulegur og snýst að mestu um að ýta undir hagvöxt. Og hagvaxtarfylleríið tekur á sig alls kyns myndir. Margar broslegar. Svo sem fimm hundruð gramma hambogarann sem býðst nú í einu lagi á Íslandi. Við borðum meira en við getum, eigum meira en við þurfum, gerum meira en við erum. Þetta er nútíminn. Fitusoginn og fríkkaður. Fríkaður. Skekkjan í þessari mynd er krafan um vistarbönd samtímans. Á sama tíma og við fordæmum, eða í besta falli brosum að vistarböndunum sem héldu aftur af íslenskri þjóð í gamla daga, nálgumst við óðfluga kröfuna um önnur bönd á fólk. Þetta er krafan um heftan innflutning útlendinga. Heimurinn er að skreppa saman - og vinnumaður nútímans er ef til vill fæddur á Filippseyjum, kannski í Tyrklandi, mjög líklega í Lettlandi. Og það eru margir sem vilja hneppa þetta fólk í bönd; takmarka líkur þess á að komast óheft á milli landa. Þetta er tímanna tákn. Og þetta er líklega eitt stærsta úrlausnarefni efnaðri samfélaga á seinni tímum. Á sama hátt og vel stæðir húsbændur gamla Íslands gátu haldið aftur af þeirra tíma vinnufólki, vilja húsbændur samtímans herða reglur um sína vinnumenn. Og fyrst og síðast takmarka frjálst flæði þeirra. Þetta eru vistarbönd nútímans. Til eru glæsilegar sögur af íslenskum vinnumönnum sem reyndu að brjótast út úr vistarböndum miðalda. Við elskum þetta fólk, horfum til þess sem fyrirmyndar; sjálfstæðisþrá þess, kraftur og áræði er okkur innblástur í ljóð og sögur. Það sigraði ruglað kerfi og hristi upp í stöðnuðu samfélagi. Að minnsta kosti um stund. Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Filippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Íslands á árþúsundaskiptunum og byrjuðu að vinna hér, byggja sér hús, fjölga sér - og fíla frelsið. Og auka hagvöxt okkar. Ég veit það ekki. Samt er þetta fólk að gera nákvæmlega það sama og forfeður okkar sem reyndu að sækja fram, flýja fátækt og algerlega staðnað kerfi. Hvatinn að bjarga sér er mannlegur. Sammannlegur. Það hlýtur að vera hverjum manni áskorun að leita þangað sem honum líður betur; í öryggið, tækifærin og frelsið. Á Íslandi er að finna að mörgu leyti heillandi samfélagsgerð. Ef til vill eina þá bestu í heimi. Vinnumaður heimsins hlýtur að horfa þangað löngunaraugum, rétt eins og vinnuhjúin horfðu á verin í denn. Annað væri í sjálfu sér óeðlilegt - og gæti flokkast undir leti, liðleskjuhátt og lélega sjálfsmynd. Og það er náttúrlega ekki í lagi. Íslensk þjóð er að vakna upp við það að vistarbönd eru að slitna. Hún hefur gert það einu sinni áður. Þá fagnaði hún. Og þá horfði hún undir dagsbrún mesta framfaraskeiðs í sögu lands og þjóðar. Þessi sama þjóð verður að spyrja sig hvort hún vill koma þessum böndum aftur á. Og sitja þannig ein að auð sínum og frelsi.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun