Endurskoða þarf 24 ára reglu Toshiki Toma skrifar 13. október 2005 19:01 Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Útlendingalöggjöfin - Toshiki Toma Hin svokallaða "24 ára regla" í útlendingalögunum er afar umdeild, bæði á Íslandi og í Danmörku. Í stuttu máli kveður reglan á um að giftist útlendingur Íslendingi geti hann ekki fengi dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla sé útlendingurinn yngri en 25 ára. Síðastliðið sumar gagnrýndi mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins ákvæði dönsku laganna um 24 ára aldurstakmarkið, sagði það vera mannréttindabrot og brjóta á rétti fólks til einka- og fjölskyldulífs. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að endurskoða þetta ákvæði. Yfirvald eins og dómsmálaráðuneytið notar flest tækifæri til þess að sannfæra okkur um að 24 ára reglan virki til þess að stöðva málamynda- og nauðungarhjónabönd. Mig langar enn einu sinni að spyrja tveggja einfaldra spurninga sem ég hef reynt að fá svör við frá því að umræður hófust um þessa umdeildu reglu. 1) Hvaða beinu tengsl eru á milli aldurstakmarksins og málamyndahjónabanda? 2) Hvers vegna er aldurstakmarkið 24 ár, en ekki 30 ár eða 60 ár? "Málamyndahjónaband" er hjúskapur sem til er stofnað "eingöngu til þess að öðlast dvalarleyfi," samkvæmt útskýringu dómsmálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem voru formlega gefnar af ráðuneytinu í umræðunum um löggjöfina á Alþingi síðastliðið vor, voru á milli 50 og 60 einstaklingar grunaðir um að hafa gengið í málamyndahjónaband á árunum þremur á undan (helmingur þeirra voru Íslendingar eða fólk sem var búsett hérlendis) en lögregluyfirvöld gátu ekki rannsakað málin þar sem lögfræðilegar forsendur til þess vantaði. Lögunum var breytt og núna er hægt að rannsaka mál "ef rökstuddur grunur leikur á að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis eða ekki með vilja beggja" (Útl.lög, 29. gr.) Mér virðist þetta lagaákvæði nægilega víðtækt til þess að freista þess að stöðva meint umfang þeirra málamyndahjónabanda sem hér gætu verið að eiga sér stað og er spurn: Hvað kemur þá 24 ára aldurstakmark málamyndahjónaböndum við? Svo framarlega sem ég skildi, höfum við hingað til ekki verið upplýst um aldur þeirra sem hafa verið grunaðir um að ganga í málamyndahjónabönd. Er hann í flestum tilvikum lægri en 25 ár eða hvað? Hvers vegna 24 ára? Færa má rök fyrir því að forsendur fyrir 24 ára aldurstakmarki séu til staðar í Danmörku þar sem kynslóð af erlendum uppruna giftist mjög ung og kallar á maka sína frá heimalöndum sínum og sumir líta á það sem "nauðungarhjónaband" en hér leikur aðeins grunur á að eitt slíkt dæmi hafi komið upp hérlendis. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytsins fengu 152 einstaklingar, yngri en 24 ára, dvalarleyfi sem makar Íslendinga á árunum 2001til 2003, og því eru um 50 erlendir einstaklingar, yngri en 24 ára, sem á ári hverju stofna fjölskyldu með Íslendingi. Var tilgangurinn virkilega að koma í veg fyrir hjónabönd Íslendinga og ungra útlendinga, sem hugsanlega færi fjölgandi? Ég vil fá skýrari rökstuðning frá viðkomandi stjórnvöldum um nauðsyn 24 ára reglunnar á Íslandi, því mér þykir fórnarkostnaðurinn of mikill.Höfundur er prestur innflytjenda.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar