Hafnaði bótakröfu vegna afsagnar 11. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér. Valgerður, sem hafði verið skipuð í embætti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu til fimm ára frá árinu 2000, kom að ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar árið 2002 sem formaður stjórnar leikfélagsins. Ráðningin var kærð til kærunefndar jafnréttismála sem taldi að leikfélagið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Mál var höfðað á hendur leikfélaginu og komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu. Í kjölfarið sagði Valgerður af sér sem formaður leikfélagsins. Hún átti fund með félagsmálaráðherra og sagði eftir hann að hún hefði verið þvinguð þar til afsagnar. Valgerður sagðist hafa lýst því yfir þar að hún hygðist ekki segja af sér þar sem hún hefði ekki brotið af sér í starfi en eftir miklar umræður hefði hún fallist á að segja af sér. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem síðan sneri dóminum við í fyrra og taldi að leikfélagið hefði ekki brotið gegn jafnréttislögum. Valgerður krafðist rúmlega 13 milljóna króna í bætur en því hafnaði ráðherra og var ríkinu stefnt í kjölfarið. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að félagsmálaráðherra andmæli því ekki að það hafi verið vilji sinn að Valgerður léti af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Sannað sé að hún hafi viljað halda áfram en að hún hafi fallist á beiðni ráðherra um að hætta. Dómurinn telur ósannað að Valgerður hafi verið neydd til uppsagnar með ólögmætum hætti eða að ráðherra hafi notfært sér einhverja veikleika hennar þannig að kalla megi misneytingu, eins og það er orðað í dóminum. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi að nokkru leyti verið brotið gegn Valgerði er ráðherra lagði að henni að segja starfi sínu lausu. Hún hafi fengið greidd laun í sex mánuði og hafi ekki átt rétt á frekari greðslum samkvæmt lögum. Valgerður vísaði í máli sínu til tveggja starfslokasamninga Byggðastofnunar en héraðsdómur taldi ósannað að hún gæti byggt rétt sinn til frekari greiðslna á þeim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira