Fimm leikir í NBA í nótt 13. apríl 2005 00:01 Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn. NBA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn.
NBA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira