Þúsundir þjást af fótaóeirð 15. apríl 2005 00:01 Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fjöldamargir Íslendingar þjást af svokallaðri fótaóeirð, sem lýsir sér með mismiklum óþægindum eða skyntruflunum í ganglimum. Nú er verið að hleypa af stokkunum umfangsmikilli lyfjarannsókn sem miðar að því að finna lausnir á vanda þessa fólks. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum. "Fólk lýsir þessu sem dofa, pirringi, seyðingi eða verk," sagði Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðsviði á Landspítala háskólasjúkarhúsi. "Sumir lýsa þessu eins og að gosvatn renni um æðar eða ormar skríði undir húð. Þessi einkenni koma gjarnan á kvöldin og fólki finnst það þurfa að hreyfa fæturna til að hrista þetta af sér og losna við óþægindin. Þeir sem eru illa haldnir eru friðlausir, geta illa setið kyrrt og þurfa að ganga um gólf. Stundum truflar þetta svefn fólks. Það er með þessi einkenni uppi í rúmi og gengur illa að sofna. Þessum kvilla fylgja einnig kippir í útlimum í svefni sem trufla svefn þannig að fólk hvílist ekki sem skyldi og er þreytt og syfjað á daginn. Þeir sem eru mjög illa haldnir þurfa á lyfjameðferð að halda. Þar hafa helst gagnast lyf sem notuð eru við Parkinsonveiki." Þórður sagði, að ýmsir þættir gætu aukið líkurnar á þessum kvilla, svo sem neysla koffíndrykkja, áfengis, notkun tiltekinna geðlyfja. Orsökin að fótaóeirð væri ekki að fullu þekkt, en í 60 - 80 prósent tilvika væri fjölskyldusaga á bak við hana og hún því klárlega bundin í erfðum. Þar sem kvillinn væri ættlægur byrjaði hann oft að gera vart við sig á unglingsárum. Tíðni þessa sjúkdóms færi vaxandi með aldri.Talið væri að rekja mætti fótaóeirð til truflunar á efnaskiptum dópamíns í miðtaugakerfinu. "Það er talað um að tíðni fótaóeirðar sé 7 - 10 prósent," sagði Þórður. Erfðafræði þessa sjúkdóms er í rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu í samstarfi við bandarískan háskóla og lækna á Landspítalanum. Fyrstu niðurstöður voru nýlega kynntar á ráðstefnu í New Orleans í Bandaríkjunum. Þær benda til að erfðavísir á litningi 12 gegni hlutverki í fótaóeirð. Þórður sagði að lyfjarannsóknin sem nú væri að fara af stað væri í samvinnu við enCode, lyfjarannsóknarfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískt lyfjafyrirtæki, sem væri að prófa verkun tiltekins lyfs við fótaóeirð. Um væri að ræða fyrstu klínísku rannsóknina sem gerð hafi verið í heiminum á þessu lyfi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira