Segir Nine Songs ekki klámmynd 15. apríl 2005 00:01 Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna. Menning Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna.
Menning Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira