Haukar sigurstranglegir 22. apríl 2005 00:01 Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15. Íslenski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Sjá meira
Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Sjá meira