Fjölskyldan flúin af heimilinu 22. apríl 2005 00:01 Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd, hafi yfirgefið heimili sitt og ætli ekki að snúa þangað aftur fyrr en búið sé að koma mönnunum á bak við lás og slá. Móðirin, sem búsett er á Akureyri, segir sautján ára son sinn hafa glímt við fíkniefnadjöfulinn frá tólf ára aldri. Hann lenti í mjög slæmum félagsskap en móðirin segir hann hafa viðurkennt að honum hafi fundist þetta „töff“ til að byrja með. Síðasta laugardag óku tveir menn með piltinn upp á Vaðlaheiði, skipuðu honum að afklæðast og skutu ellefu skotum á hann með loftbyssu. Fjarlægja þurfti skot úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásin, sem sögð er tengjast fíkniefnauppgjöri, hefur vakið óhug í þjóðfélaginu öllu en árasarmönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Móðirin segir að henni líði hræðilega vitandi af mönnunum lausum, m.a. með hliðsjón af því að hún eigi tvö yngri börn. „Þessir menn eru á skilorði. Þeir eru teknir höndum, þeir játa og þá er þeim sleppt. Auðvitað eru allir skíthræddir,“ segir móðir drengsins og furðar sig á réttarkerfi sem sem virkar svona. Fjölskyldan er nú flúin af heimili sínu. Móðirin segir ástandið bara hafa versnað og nú sé svo komið að hún hafi útilokað son sinn, áttað sig á því að það sé ekkert meira sem hún geti gert fyrir hann í bili. Það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun. „Maður getur ekki misst vonina. Það er það eina sem verður að halda í - að einhvern tíma taki þetta enda,“ segir móðir drengsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd, hafi yfirgefið heimili sitt og ætli ekki að snúa þangað aftur fyrr en búið sé að koma mönnunum á bak við lás og slá. Móðirin, sem búsett er á Akureyri, segir sautján ára son sinn hafa glímt við fíkniefnadjöfulinn frá tólf ára aldri. Hann lenti í mjög slæmum félagsskap en móðirin segir hann hafa viðurkennt að honum hafi fundist þetta „töff“ til að byrja með. Síðasta laugardag óku tveir menn með piltinn upp á Vaðlaheiði, skipuðu honum að afklæðast og skutu ellefu skotum á hann með loftbyssu. Fjarlægja þurfti skot úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásin, sem sögð er tengjast fíkniefnauppgjöri, hefur vakið óhug í þjóðfélaginu öllu en árasarmönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Móðirin segir að henni líði hræðilega vitandi af mönnunum lausum, m.a. með hliðsjón af því að hún eigi tvö yngri börn. „Þessir menn eru á skilorði. Þeir eru teknir höndum, þeir játa og þá er þeim sleppt. Auðvitað eru allir skíthræddir,“ segir móðir drengsins og furðar sig á réttarkerfi sem sem virkar svona. Fjölskyldan er nú flúin af heimili sínu. Móðirin segir ástandið bara hafa versnað og nú sé svo komið að hún hafi útilokað son sinn, áttað sig á því að það sé ekkert meira sem hún geti gert fyrir hann í bili. Það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun. „Maður getur ekki misst vonina. Það er það eina sem verður að halda í - að einhvern tíma taki þetta enda,“ segir móðir drengsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira