Afstaðinn vetur fór öfga á milli 22. apríl 2005 00:01 Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira