Miami 1 - New Jersey 0 25. apríl 2005 00:01 Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig. NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig.
NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira