Erlent

Óvæntur endir á Ameríkusundi

Jón Stephenson von Tetzchner, hálfíslenskur eigandi tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, lagðist til sunds frá Osló áleiðis til Ameríku í fyrrakvöld. Hann hafði lofað þessu ef meira en ein milljón manns næðu í nýjan vefvafra fyrirtækisins fyrstu fjóra sólarhringana eftir að hann var settur á markað. Sundferðin stóð þó ekki lengi yfir því gat kom á gúmmíbát aðstoðarmanns Jóns og þurfti Jón að bjarga aðstoðarmanninum frá drukknun. Ekkert verður því af heimsókn Jóns hingað til lands en hann ætlaði að koma við á Íslandi á leiðinni vestur um haf og hressa sig á heitu kakói hjá móður sinni sem búsett er hérlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×