Fundu upp nýstárlega barnagælu 26. apríl 2005 00:01 Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. Barnagælan er prófverkefni þriggja verkfræðinema við Háskóla Íslands, þeirra Fjólu Jóhannesdóttur, Arngríms Einarssonar og Glenns Setterströms. Þau kynntu verkefnið fyrir félögum sínum í gær en þetta er tiltölulega fyrirferðalítill búnaður. Arngrímur og Fjóla segja að barnagælan ruggi vagni barnsins ef það fari að gráta og hætti að rugga því ef það hætti að gráta. Fjóla segir að öllu sé stýrt með tölvu en að barnagráturinn sé tekinn upp með hljóðnema í vagninum. Það er bara grátur sem setur tækið af stað en ekki til dæmis hljóðkútslaus bíll sem ekur fram hjá. En hvað ef barnið er óhuggandi? Fjóla segir að þá fái foreldrarnir SMS-skilaboð um að barnið vilji láta líta á sig. Notandinn skilgreini hversu langan tíma hann vilji að barnið gráti áður en SMS-skeytið er sent. Þrátt fyrir að tækið virðist einfalt er mikil vinna á bak við það. Barnagælan hefur ekki enn verið reynd á raunverulegu barni. Hönnuðirnir segja hugmyndina ekki hafa kviknað vegna andvökunátta við barnsgrát eða gráts sem truflaði próflestur. Þau segjast í upphafi hafa verið í vandræðum með að finna verkefni en þeim hafi dottið þetta í hug ásamt einum kennaranum. Þau hafi útfært verkefnið á sinn hátt og fundið að þeirra mati einfalda og þægilega lausn. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. Barnagælan er prófverkefni þriggja verkfræðinema við Háskóla Íslands, þeirra Fjólu Jóhannesdóttur, Arngríms Einarssonar og Glenns Setterströms. Þau kynntu verkefnið fyrir félögum sínum í gær en þetta er tiltölulega fyrirferðalítill búnaður. Arngrímur og Fjóla segja að barnagælan ruggi vagni barnsins ef það fari að gráta og hætti að rugga því ef það hætti að gráta. Fjóla segir að öllu sé stýrt með tölvu en að barnagráturinn sé tekinn upp með hljóðnema í vagninum. Það er bara grátur sem setur tækið af stað en ekki til dæmis hljóðkútslaus bíll sem ekur fram hjá. En hvað ef barnið er óhuggandi? Fjóla segir að þá fái foreldrarnir SMS-skilaboð um að barnið vilji láta líta á sig. Notandinn skilgreini hversu langan tíma hann vilji að barnið gráti áður en SMS-skeytið er sent. Þrátt fyrir að tækið virðist einfalt er mikil vinna á bak við það. Barnagælan hefur ekki enn verið reynd á raunverulegu barni. Hönnuðirnir segja hugmyndina ekki hafa kviknað vegna andvökunátta við barnsgrát eða gráts sem truflaði próflestur. Þau segjast í upphafi hafa verið í vandræðum með að finna verkefni en þeim hafi dottið þetta í hug ásamt einum kennaranum. Þau hafi útfært verkefnið á sinn hátt og fundið að þeirra mati einfalda og þægilega lausn.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira