Skrýtnir afdalamenn til sýnis? 3. maí 2005 00:01 Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun