Borgin hefur styrkt Viðey 9. maí 2005 00:01 Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun