Innlent

Lög um óhefðbundnar lækningar

Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi um starfsemi græðara í framhaldi af umræðu um stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi. Margir hafa hingað til litið á óhefðbundnar lækningar sem kerlingabækur en nú hefur þessi geiri skýra lagalega stöðu. Að sögn Dagnýjar Elsu Einarsdóttur hómópata breyta lögin því helst að nú viti fólk hverjir í þessum geira séu lærðir og ekta og sé það til þess að verja bæði neytendur og fagaðila. Samkvæmt skilgreiningu laganna er græðari sá sem starfar við heilsutengda þjónustu utan hins almenna heilbrigðiskerfis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×