Phoenix 2 - Dallas 2 16. maí 2005 00:01 Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák). NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira