Einn játar meðan annar neitar öllu 17. maí 2005 00:01 Fimm sæta ákærum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, einu umfangsmesta fíkniefnasmyglmáli sem hér hefur komið upp, en það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákært er fyrir innflutning á tæpum 7,7 kílóum af amfetamíni, sem falin voru um borð í Dettifossi, fraktskipi Eimskipafélagsins, í júlí í fyrra. Þá er einnig ákært fyrir innflutning á 2.000 skömmtum af LSD sem sendir voru í pósti til landsins, auk 4.000 skammta sem fundust við leit í íbúð í Rotterdam í Hollandi, auk smærri brota á fíkniefnalöggjöf, umferðarlögum og vopnalögum. Aðalmeðferð í fyrri hluta málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl, en í honum sæta fjórir ákæru fyrir að hafa fyrr á síðasta ári reynt að smygla með Dettifossi rúmum þremur kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Einn sætir ákæru í báðum hlutum málsins og tengir þau saman, en það er Hinrik Jóhannsson sem játaði aðild að amfetamínsmygli í fyrri hlutanum og sætir nú ákæru fyrir LSD innflutning. Tryggvi Lárusson er ákærður fyrir að hafa í félagi við annan mann sem núna er látinn lagt á ráðin um innflutning á amfetamíni hingað til lands frá Hollandi. Þeir hafi hitt Óla Hauk Valtýsson í Amsterdam í lok júní í fyrra og fengið hann með í innflutninginn og til að annast sendingu efnanna hingað til lands. "Þetta er rangt allt saman," sagði Tryggvi fyrir dómi og kvaðst hvergi hafa komið nærri fíkniefnainnflutningi. Hann játaði hins vegar umferðarlagabrot með að hafa ekið próflaus og kannaðist einnig við að útdraganleg járnkylfa hafi fundist við leit heima hjá honum, en vegna hennar er hann ákærður fyrir brot á vopnalögum. "Þetta var skilið eftir heima hjá mér," sagði hann hins vegar og vildi ekki kannast við að eiga gripinn. Óli Haukur Valtýsson játaði hins vegar skýlaust aðild sína að innflutningi amfetamínsins til landsins, en fannst upplesin ákæran hljóma eins og verknaðurinn hafi verið skipulagðari en í raun. "Þetta var ekki svona mikil planlagning, en rétt í grundvallaratriðum," bar hann fyrir dómi. Óli Haukur tók við við amfetamíninu í Roosendaal í Hollandi frá seljendum sem ekki er vitað hverjir eru. Hann skipulagði einnig með Eiði Thorarensen Gunnlaugssyni, framkvæmdastjóra Bindis ehf. hvernig koma ætti efnunum til landsins. Eiður var ekki viðstaddur í Héraðsdómi í gær og var sagður á fjöllum. "Hann verður að koma af fjöllum og svara til saka fyrir dómi," sagði Guðjón St. Marteinsson þegar ákveðið var að Eiður myndi skýra aðild sína við aðalmeðferð málsins. Þá viðurkenndi Óli Haukur að hafa sent Hinriki Jóhannssyni 2.000 skammta af LSD í pósti í september í fyrra. "Hann átti hins vegar ekki von á nema 200 til 300 skömmtum," sagði hann og undir það tók Hinrik í framburði sínum. Óli Haukur var með LSD efnið í íbúð sinni í Rotterdam en lögregla þar fann 4.000 skammta til viðbótar við húsleit og hann er ákærður fyrir að ætla þau til sölu. "Ég var bara með þessi efni í vörslu minni og var búinn að greiða fyrir hluta þeirra," sagði Óli og kvað engar fyrirætlanir hafa verið uppi um sölu eða innflutning afgangsins til landsins. Elísabet Arnardóttir er ákærð fyrir að hafa aðstoðað Óla Hauk við að flytja loftpressuna með amfetamíninu og senda hana til landsins, en hún neitaði sök fyrir dómi. Eins bar Óli Haukur að hún hafi í raun bara verið með í för ytra, en ekki átt aðild að innflutningnum. Hún var hins vegar líka ákærð fyrir tilraunir til að afla gagna um sendinguna hér heima, eftir að Eiður hætti við að sækja pakkann sem stílaður var á fyrirtæki hans. "Ég fór bara með kærustunni hans Óla að athuga með einhverja pappíra, en ætlaði aldrei að fá neitt afhent," sagði hún. Elísabet játaði hins vegar að hafa átt til eigin neyslu um eitt og hálft gramm af kókaíni sem fannst við húsleit hjá henni í 17. september, en kvaðst hafa verið að geyma tæp 103 grömm af amfetamíni fyrir mann um þrítugt sem ekki sætir ákæru í málinu. Kæran gerir hins vegar ráð fyrir að þau amfetamínið hafi hún bæði ætlað að selja og neyta sjálf. Lykiltímasetningar í Dettifossmálinu samkvæmt ákærum:FYRRI HLUTI:6.-8. mars 2004 Hinrik Jóhannsson útvegar tæp þrjú kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni í Amsterdam og Rotterdam og fær til smyglsins Jón Arnar Reynisson skipverja á Dettifossi og þriðja mann um borð. 15. mars 2004 Efnin finnast í gámi um borð í skipinu og eru haldlögð af lögreglu í Reykjavík. 2.-3. júní 2004 Hinrik Jóhannsson og Jóhann Einar Björnsson, kaupa 400 grömm af amfetamíni í Kaupmannahöfn í Danmörku og fela Jóni Arnari að koma til landsins. Jóni snýst hugur á heimleiðinni og hendir flösku með efninu í. SEINNI HLUTI: 21. -25. júní 2004 Tryggvi Lárusson og annar maður leggja á ráðinu um innflutning amfetamíns frá Hollandi til Íslands og fá Óla Hauk Valtýsson til að sjá um smyglið. Hann fær til liðs Eið Thorarensen Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Bindis ehf. Júlíbyrjun 2004 Óli Haukur fær afhent tæp átta kíló af amfetamíni í Roosendal í Hollandi. Efnið falið í loftpressu. 7.-9. júlí 2004 Loftpressan flutt til Osnabrück í Þýskalandi og þaðan til Hamborgar, með Óla Hauki í för er Elísabet Arnardóttir. 9. júlí 2004 Loftpressan afhent til flutnings merkt Bindi ehf. í vöruafgreiðslu Eimskipafélagsins í Hamborg. 19. júlí 2004 Dettifoss kemur að landi í Reykjavík. Sama dag og stöku sinnum fram í ágúst spyrst Elísabet fyrir um sendinguna, en Eiður hafði heykst á að vitja hennar. 21. júlí 2004 Fíkniefnin finnast við leit tollvarða í skipinu. Byrjun september 2004 Óli Haukur fær afhenta 6.000 skammta af LSD í Rotterdam í Hollandi. Hann sendir Hinriki Jóhannssyni 2.000 skammta í pósti. 14. september Hinrik sækir bréfið í pósthólf á pósthúsinu í Vestmannaeyjum og er handtekinn á staðnum. 17. september Fíkniefni finnast við leit hjá Elísabetu, tæp 103 grömm af amfetamíni og 1,5 grömm af kókaíni. Amfetamínið talið ætlað til sölu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fimm sæta ákærum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, einu umfangsmesta fíkniefnasmyglmáli sem hér hefur komið upp, en það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákært er fyrir innflutning á tæpum 7,7 kílóum af amfetamíni, sem falin voru um borð í Dettifossi, fraktskipi Eimskipafélagsins, í júlí í fyrra. Þá er einnig ákært fyrir innflutning á 2.000 skömmtum af LSD sem sendir voru í pósti til landsins, auk 4.000 skammta sem fundust við leit í íbúð í Rotterdam í Hollandi, auk smærri brota á fíkniefnalöggjöf, umferðarlögum og vopnalögum. Aðalmeðferð í fyrri hluta málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok apríl, en í honum sæta fjórir ákæru fyrir að hafa fyrr á síðasta ári reynt að smygla með Dettifossi rúmum þremur kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Einn sætir ákæru í báðum hlutum málsins og tengir þau saman, en það er Hinrik Jóhannsson sem játaði aðild að amfetamínsmygli í fyrri hlutanum og sætir nú ákæru fyrir LSD innflutning. Tryggvi Lárusson er ákærður fyrir að hafa í félagi við annan mann sem núna er látinn lagt á ráðin um innflutning á amfetamíni hingað til lands frá Hollandi. Þeir hafi hitt Óla Hauk Valtýsson í Amsterdam í lok júní í fyrra og fengið hann með í innflutninginn og til að annast sendingu efnanna hingað til lands. "Þetta er rangt allt saman," sagði Tryggvi fyrir dómi og kvaðst hvergi hafa komið nærri fíkniefnainnflutningi. Hann játaði hins vegar umferðarlagabrot með að hafa ekið próflaus og kannaðist einnig við að útdraganleg járnkylfa hafi fundist við leit heima hjá honum, en vegna hennar er hann ákærður fyrir brot á vopnalögum. "Þetta var skilið eftir heima hjá mér," sagði hann hins vegar og vildi ekki kannast við að eiga gripinn. Óli Haukur Valtýsson játaði hins vegar skýlaust aðild sína að innflutningi amfetamínsins til landsins, en fannst upplesin ákæran hljóma eins og verknaðurinn hafi verið skipulagðari en í raun. "Þetta var ekki svona mikil planlagning, en rétt í grundvallaratriðum," bar hann fyrir dómi. Óli Haukur tók við við amfetamíninu í Roosendaal í Hollandi frá seljendum sem ekki er vitað hverjir eru. Hann skipulagði einnig með Eiði Thorarensen Gunnlaugssyni, framkvæmdastjóra Bindis ehf. hvernig koma ætti efnunum til landsins. Eiður var ekki viðstaddur í Héraðsdómi í gær og var sagður á fjöllum. "Hann verður að koma af fjöllum og svara til saka fyrir dómi," sagði Guðjón St. Marteinsson þegar ákveðið var að Eiður myndi skýra aðild sína við aðalmeðferð málsins. Þá viðurkenndi Óli Haukur að hafa sent Hinriki Jóhannssyni 2.000 skammta af LSD í pósti í september í fyrra. "Hann átti hins vegar ekki von á nema 200 til 300 skömmtum," sagði hann og undir það tók Hinrik í framburði sínum. Óli Haukur var með LSD efnið í íbúð sinni í Rotterdam en lögregla þar fann 4.000 skammta til viðbótar við húsleit og hann er ákærður fyrir að ætla þau til sölu. "Ég var bara með þessi efni í vörslu minni og var búinn að greiða fyrir hluta þeirra," sagði Óli og kvað engar fyrirætlanir hafa verið uppi um sölu eða innflutning afgangsins til landsins. Elísabet Arnardóttir er ákærð fyrir að hafa aðstoðað Óla Hauk við að flytja loftpressuna með amfetamíninu og senda hana til landsins, en hún neitaði sök fyrir dómi. Eins bar Óli Haukur að hún hafi í raun bara verið með í för ytra, en ekki átt aðild að innflutningnum. Hún var hins vegar líka ákærð fyrir tilraunir til að afla gagna um sendinguna hér heima, eftir að Eiður hætti við að sækja pakkann sem stílaður var á fyrirtæki hans. "Ég fór bara með kærustunni hans Óla að athuga með einhverja pappíra, en ætlaði aldrei að fá neitt afhent," sagði hún. Elísabet játaði hins vegar að hafa átt til eigin neyslu um eitt og hálft gramm af kókaíni sem fannst við húsleit hjá henni í 17. september, en kvaðst hafa verið að geyma tæp 103 grömm af amfetamíni fyrir mann um þrítugt sem ekki sætir ákæru í málinu. Kæran gerir hins vegar ráð fyrir að þau amfetamínið hafi hún bæði ætlað að selja og neyta sjálf. Lykiltímasetningar í Dettifossmálinu samkvæmt ákærum:FYRRI HLUTI:6.-8. mars 2004 Hinrik Jóhannsson útvegar tæp þrjú kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni í Amsterdam og Rotterdam og fær til smyglsins Jón Arnar Reynisson skipverja á Dettifossi og þriðja mann um borð. 15. mars 2004 Efnin finnast í gámi um borð í skipinu og eru haldlögð af lögreglu í Reykjavík. 2.-3. júní 2004 Hinrik Jóhannsson og Jóhann Einar Björnsson, kaupa 400 grömm af amfetamíni í Kaupmannahöfn í Danmörku og fela Jóni Arnari að koma til landsins. Jóni snýst hugur á heimleiðinni og hendir flösku með efninu í. SEINNI HLUTI: 21. -25. júní 2004 Tryggvi Lárusson og annar maður leggja á ráðinu um innflutning amfetamíns frá Hollandi til Íslands og fá Óla Hauk Valtýsson til að sjá um smyglið. Hann fær til liðs Eið Thorarensen Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Bindis ehf. Júlíbyrjun 2004 Óli Haukur fær afhent tæp átta kíló af amfetamíni í Roosendal í Hollandi. Efnið falið í loftpressu. 7.-9. júlí 2004 Loftpressan flutt til Osnabrück í Þýskalandi og þaðan til Hamborgar, með Óla Hauki í för er Elísabet Arnardóttir. 9. júlí 2004 Loftpressan afhent til flutnings merkt Bindi ehf. í vöruafgreiðslu Eimskipafélagsins í Hamborg. 19. júlí 2004 Dettifoss kemur að landi í Reykjavík. Sama dag og stöku sinnum fram í ágúst spyrst Elísabet fyrir um sendinguna, en Eiður hafði heykst á að vitja hennar. 21. júlí 2004 Fíkniefnin finnast við leit tollvarða í skipinu. Byrjun september 2004 Óli Haukur fær afhenta 6.000 skammta af LSD í Rotterdam í Hollandi. Hann sendir Hinriki Jóhannssyni 2.000 skammta í pósti. 14. september Hinrik sækir bréfið í pósthólf á pósthúsinu í Vestmannaeyjum og er handtekinn á staðnum. 17. september Fíkniefni finnast við leit hjá Elísabetu, tæp 103 grömm af amfetamíni og 1,5 grömm af kókaíni. Amfetamínið talið ætlað til sölu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira