Detroit 4 - Indiana 2 20. maí 2005 00:01 Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák). NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 27 stig og háði mikið einvígi við Rip Hamilton, sem margir kalla eftirmann hans í deildinni, því leikstíll þeirra er um margt líkur. Hamilton átti nánast nákvæmlega eins leik og sá gamli, en skoraði þó megnið að stigum sínum í síðari hálfleiknum, þegar Pistons náðu að klára dæmið. Lokamínútur leiksins voru mjög tilfinningaþrungnar og þegar úrslit leiksins voru ráðin, gengu leikmenn beggja liða inn á völlinn til að kveðja hina gömlu hetju að hætti hússins. "Þetta var sérstök stund. Ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem mótherjarnir gengu til andstæðings síns og hylltu hann. Hann lék ótrúlega í nótt á miðað mann á hans aldri." Áhorfendur í höllinni stóðu allir á fætur í lokin og hrópuðu "Reggie-Reggie" eins og siður hefur verið síðustu 10 árin eða svo, þegar kappinn er að leika vel. Hrópin breyttust þvínæst í "eitt ár enn- eitt ár enn". Ólíklegt verður að teljast að þeim verði að ósk sinni, því þetta átján ára ævintýri í Indiana er senn á enda og eftir liggur langur og glæsilegur ferill eins litríkasta leikmanns deildarinnar á síðustu 20 árum. "Þetta var bæði súrt og sætt í kvöld. Ég náði loksins að hitta þokkalega, en þeir Rip og Chauncey skutu okkur í kaf og áttu alltaf svar við okkur. Svona eru meistaralið. Ég get ekki lýst því með orðum hvað mér þykir vænt um aðdáendur Indiana liðsins. Við áttum sameiginlegt takmark og því miður náði ég ekki að vinna titilinn með fólkinu hérna, en þetta hefur verið ógleymanlegur tími," sagði Reggie Miller í lok leiksins. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 28 stig (6 frák), Chauncey Billups 23 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (11 frák), Tayshaun Prince 11 stig (8 frák), Ben Wallace 4 stig (11 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 27 stig (hitti úr 11 af 16 skotum), Jermaine O´Neal 22 stig (11 frák), Jeff Foster 12 stig (6 frák), Stephen Jackson 6 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira