Phoenix 0 - San Antonio 2 25. maí 2005 00:01 Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig. NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig.
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira