Mikilvægt að verja fólk og dýr 25. maí 2005 00:01 Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira