Miami 1 - Detroit 1 26. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86 og hefur jafnað metin í einvígi liðanna. Wade skoraði 40 stig í leiknum í nótt, þar af 20 í lokaleikhlutanum og reyndist of stór biti fyrir meistarana að þessu sinni, sem nú halda heim til bílaborgarinnar þar sem næstu tveir leikir fara fram. Shaquille O´Neal var spurður hvernig hefði staðið á að hann hafi verið að hringja í Wade svona á nóttinni með það á hættu að vekja fjölskyldu hans. "Ég vildi ganga úr skugga um að hann gleymdi fyrsta leiknum og héldi áfram að vera grimmur og spilaði sinn leik. Ég skyldi vera honum innan handar, sama hvað," sagði O´Neal sem vildi meina að spjótin hefðu beinst að Wade eftir tapið í fyrsta leiknum. Leikur liðanna í gær var jafn lengst af, en það var Wade sem gerði útslagið í lokaleikhlutanum með ótrúlegum tilþrifum. "Þetta hefur einkennt leik hans síðan hann kom inn í deildina. Ef hann á slæman dag, skoðar hann af hverju og aðlagar leik sinn og kemur til baka með breytt plön. Það er eitt af því sem gerir hann að þessum frábæra leikmanni sem hann er," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Tayshaun Prince 17 stig, Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 14 stig (8 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Lindsay Hunter 6 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 40 stig (8 frák, 6 stoðs), Shaquille O´Neal 17 stig (10 frák), Damon Jones 14 stig (7 frák), Eddie Jones 6 stig (7 frák), Alonzo Mourning 6 stig. NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Shaquille O´Neal hringdi í Dwayne Wade um miðja nótt og sagði honum að hengja ekki haus yfir slökum fyrsta leik sínum gegn Detroit. Hvort það var ræða stóra mannsins eða eitthvað annað er ekki gott að segja, en Wade leiddi Miami til sigurs á Detroit í nótt 92-86 og hefur jafnað metin í einvígi liðanna. Wade skoraði 40 stig í leiknum í nótt, þar af 20 í lokaleikhlutanum og reyndist of stór biti fyrir meistarana að þessu sinni, sem nú halda heim til bílaborgarinnar þar sem næstu tveir leikir fara fram. Shaquille O´Neal var spurður hvernig hefði staðið á að hann hafi verið að hringja í Wade svona á nóttinni með það á hættu að vekja fjölskyldu hans. "Ég vildi ganga úr skugga um að hann gleymdi fyrsta leiknum og héldi áfram að vera grimmur og spilaði sinn leik. Ég skyldi vera honum innan handar, sama hvað," sagði O´Neal sem vildi meina að spjótin hefðu beinst að Wade eftir tapið í fyrsta leiknum. Leikur liðanna í gær var jafn lengst af, en það var Wade sem gerði útslagið í lokaleikhlutanum með ótrúlegum tilþrifum. "Þetta hefur einkennt leik hans síðan hann kom inn í deildina. Ef hann á slæman dag, skoðar hann af hverju og aðlagar leik sinn og kemur til baka með breytt plön. Það er eitt af því sem gerir hann að þessum frábæra leikmanni sem hann er," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Tayshaun Prince 17 stig, Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 14 stig (8 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Lindsay Hunter 6 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 40 stig (8 frák, 6 stoðs), Shaquille O´Neal 17 stig (10 frák), Damon Jones 14 stig (7 frák), Eddie Jones 6 stig (7 frák), Alonzo Mourning 6 stig.
NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira