Stýrðu sölu bankanna 27. maí 2005 00:01 Selja átti allan eftirstandandi hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum til almennings haustið 2002 og var framkvæmdanefnd um einkavæðingu langt komin með undirbúninginn. Samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar átti að tryggja dreifða eignaraðild með því að hámarka kaup hvers og eins við þrjú til fjögur prósent. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í viðtölum við fjölda viðmælenda Fréttablaðsins við vinnslu á greinaflokki um einkavæðingu ríkisbankanna sem hefur göngu sína í dag. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson kipptu einkavæðingaferlinu úr höndunum á framkvæmdanefnd eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og lýsti vilja til að kaupa annan hvorn bankann. Davíð og Halldór fyrirskipuðu nefndinni að undirbúa sölu beggja bankanna, til eins fjárfestis hvorn banka. Átök voru milli Davíðs og Halldórs um sölu bankanna sem náði hámarki í baráttunni um yfirráðin í VÍS, og var stjórnarsamstarfið í uppnámi um tíma vegna hennar. Davíð og Halldór áttu beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur "réttra" aðila. Samson fékk að kaupa Landsbankann vegna vilja Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að hafa verið með lægsta tilboðið í bankann, og S-hópurinn fékk að kaupa Búnaðarbankann og VÍS fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins. Öllum þeim sem komu að einkavæðingarferlinu, hvorum megin við borðið sem þeir sátu, var frá upphafi ljóst að ætlun ráðherranna væri sú að Samson fengi að kaupa Landsbankann. Ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, gerðu ítarlegar tilraunir til þess að fá Kaldbak og S-hópinn til að sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. Halldór Ásgrímsson skipulagði símafund milli Kaldbaksmanna og fulltrúa S-hópsins í því skyni að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli. Hann var sjálfur þátttakandi á fundinum. Fréttablaðið sendi fjölda beiðna til framkvæmdanefndar og viðskiptaráðuneytinu um upplýsingar um sölu bankanna og fékk synjun við þeim öllum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Selja átti allan eftirstandandi hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum til almennings haustið 2002 og var framkvæmdanefnd um einkavæðingu langt komin með undirbúninginn. Samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar átti að tryggja dreifða eignaraðild með því að hámarka kaup hvers og eins við þrjú til fjögur prósent. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í viðtölum við fjölda viðmælenda Fréttablaðsins við vinnslu á greinaflokki um einkavæðingu ríkisbankanna sem hefur göngu sína í dag. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson kipptu einkavæðingaferlinu úr höndunum á framkvæmdanefnd eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og lýsti vilja til að kaupa annan hvorn bankann. Davíð og Halldór fyrirskipuðu nefndinni að undirbúa sölu beggja bankanna, til eins fjárfestis hvorn banka. Átök voru milli Davíðs og Halldórs um sölu bankanna sem náði hámarki í baráttunni um yfirráðin í VÍS, og var stjórnarsamstarfið í uppnámi um tíma vegna hennar. Davíð og Halldór áttu beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur "réttra" aðila. Samson fékk að kaupa Landsbankann vegna vilja Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að hafa verið með lægsta tilboðið í bankann, og S-hópurinn fékk að kaupa Búnaðarbankann og VÍS fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins. Öllum þeim sem komu að einkavæðingarferlinu, hvorum megin við borðið sem þeir sátu, var frá upphafi ljóst að ætlun ráðherranna væri sú að Samson fengi að kaupa Landsbankann. Ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, gerðu ítarlegar tilraunir til þess að fá Kaldbak og S-hópinn til að sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. Halldór Ásgrímsson skipulagði símafund milli Kaldbaksmanna og fulltrúa S-hópsins í því skyni að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli. Hann var sjálfur þátttakandi á fundinum. Fréttablaðið sendi fjölda beiðna til framkvæmdanefndar og viðskiptaráðuneytinu um upplýsingar um sölu bankanna og fékk synjun við þeim öllum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira