Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. október 2025 14:03 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri í september 2020. Þar áður var hún lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Greint var frá því í gær að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf í eigu Þórunnar Óðinsdóttur 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sinnti embættunum. 160 milljónir eru vegna vinnu fyrir Ríkislögreglustjóra síðustu fimm ár, eftir að Sigríður tók við embættinu 2020. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir voru skreppiferðir í verslanir Jysk og vegna uppsetningar á píluspjaldi. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki um eðlilega stjórnsýslu að ræða. „Það kostar um tuttugu milljónir að hafa opinbera starfsmenn í vinnu, þannig að kostnaðurinn við kaup á vinnu frá Þórunni lætur nærri að vera eins og eitt stöðugildi, þannig það virðist vera sem hún sé meira og minna í vinnu fyrir ríkislögreglustjóra.“ Ljóst sé að auglýsa hefði þurft stöðuna. Ríkislögreglustjóri hefur ekki gefið kost á viðtölum vegna málsins í dag. Í tilkynningu í gærkvöldi frá embættinu sagði að Þórunn hefði verið ráðin tímabundið í fullt starf. Var harmað að ekki hefði verið farið í útboð vegna verkefna Þórunnar, ekki hafi legið fyrir að verkefnin yrðu til lengri tíma. Haukur segir augljóst að fara hefði þurft í útboð. Fram hefur komið að eiginmaður Þórunnar sé Þórarinn Ingi Ólafsson stjórnarformaður Jysk. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.Vísir „Það er til dæmis að þegar þú ert í viðskiptasambandi við aðila úti í bæ sem vinnur fyrir opinbera stofnun þá fer hann í rauninni með opinbert vald. Þannig að þessi kona Þórunn Óðinsdóttir fer með opinbert vald þegar hún er að kaupa inn og vinna fyrir ríkislögreglustjóra og það þýðir að hún getur ekki með góðu móti keypt vörur af manninum sínum eða fyrirtæki hans,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf í eigu Þórunnar Óðinsdóttur 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sinnti embættunum. 160 milljónir eru vegna vinnu fyrir Ríkislögreglustjóra síðustu fimm ár, eftir að Sigríður tók við embættinu 2020. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir voru skreppiferðir í verslanir Jysk og vegna uppsetningar á píluspjaldi. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki um eðlilega stjórnsýslu að ræða. „Það kostar um tuttugu milljónir að hafa opinbera starfsmenn í vinnu, þannig að kostnaðurinn við kaup á vinnu frá Þórunni lætur nærri að vera eins og eitt stöðugildi, þannig það virðist vera sem hún sé meira og minna í vinnu fyrir ríkislögreglustjóra.“ Ljóst sé að auglýsa hefði þurft stöðuna. Ríkislögreglustjóri hefur ekki gefið kost á viðtölum vegna málsins í dag. Í tilkynningu í gærkvöldi frá embættinu sagði að Þórunn hefði verið ráðin tímabundið í fullt starf. Var harmað að ekki hefði verið farið í útboð vegna verkefna Þórunnar, ekki hafi legið fyrir að verkefnin yrðu til lengri tíma. Haukur segir augljóst að fara hefði þurft í útboð. Fram hefur komið að eiginmaður Þórunnar sé Þórarinn Ingi Ólafsson stjórnarformaður Jysk. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.Vísir „Það er til dæmis að þegar þú ert í viðskiptasambandi við aðila úti í bæ sem vinnur fyrir opinbera stofnun þá fer hann í rauninni með opinbert vald. Þannig að þessi kona Þórunn Óðinsdóttir fer með opinbert vald þegar hún er að kaupa inn og vinna fyrir ríkislögreglustjóra og það þýðir að hún getur ekki með góðu móti keypt vörur af manninum sínum eða fyrirtæki hans,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.
Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira