Halldór: Hótaði aldrei stjórnarslitum 31. maí 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar. Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt. Þess ber að geta að því var ekki haldið fram í Fréttablaðinu. Rétt er hins vegar að því var haldið fram að Halldór hefði sagt að yrði VÍS selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva ferlið væri Halldór þó augljóslega að brjóta gegn stjórnarsáttmála en það hefði í því tilfelli komið í hlut Davíðs að taka um það ákvörðun hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu. Halldór Ásgrímsson sagði allt einkavæðingaferlið sáraeinfalt - hann sagði stjórnvöld hafa reynt að fá erlendan kjölfestufjárfesti að málinu en það hafi ekki gengið og því hafi verið kærkomið að fá tilboð frá Samson árið 2002 - Tilboð sem setti einkavæðingaferlið af stað öðru sinni. 5 aðilar sýndu þá bankanum áhuga - einkavæðinganefnd taldi 3 þeirra uppfylla skilyrði kaupenda, og voru hafnar viðræður við þessa aðila. Um afskipti sín af málinu segir Halldór í samtalinu við Talstöðina að mjög eðlilegt sé að ráðherrar komi að ferlinu - það séu jú þeir sem á endanum taki ákvarðanir. Hann segir símafund sinn með fulltrúum Kaldbaks og S-hópsins vegna kaupa þeirra á Búnaðarbankanum hafa komið þannig til að Jóhannes Geir Sigurgeirsson - fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og nú stjórnarformaður Landsvirkjunnar - hafi haft samband og óskað eftir þessum viðræðum Halldórs, Kaldbaks og S hóps. Vegna anna hafi ekki verið hægt að koma því við - því hafi reynst nauðsynlegt að halda símafund. Halldór Ásgrímsson segir að fljótlega uppúr því hafi hann horfið úr málinu sökum veikinda en telur samstarfsmenn sína í ríkisstjórn hafa klárað einkavæðingaferli ríkisbankanna vel.Hægt er að hlusta á viðtal Jóhanns Haukssonar í heild sinni á vef Talstöðvarinnar.
Allt og sumt Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Talstöðin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira