Erlent

Enn ein olíuleiðslan sprengd

Enn ein olíuleiðslan hefur verið sprengd í Írak en sú síðasta var sprengd í gær nálægt borginni Kirkuk. Engin slys urðu á fólki að þessu sinni en leiðslurnar getur tekið vikur að laga og hefur áhrif á afkomu landsins. Miklar sprengingar mynduðust þegar leiðslan var sprengd upp. Hryðjuverk af ýmsu tagi hafa verið daglegir viðburðir í Írak frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið árið 2003. Alls hafa 1700 bandarískir hermenn látist á þessum tíma. Þá hafa á áttunda hundrað Íraka látist af völdum hryðjuverka á aðeins einum mánuði og gengur yfirvöldum, bæði bandarískum og írökskum, illa að koma friði og ró á í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×