Gengur þetta kerfi upp? 7. júní 2005 00:01 Fyrstu þingkosingar Líbana í háa herrans tíð sem haldnar eru án afskipta Sýrlendinga standa nú yfir. Búist var við að bandamönnum Sýrlendinga myndi vegna illa en eftir kosningar í suðurhluta landsins á sunnudaginn kom enn einu sinni í ljós að líbönsk stjórnmál eru flóknari en svo að hægt sé að gefa sér nokkuð í þessum efnum. Þversögnin í kerfinu er sú að kosningabandalögin ganga þvert á trúarbrotalínurnar sem þingsætum landsins er úthlutað eftir. Líbanon er ekki þjóðríki heldur teiknuðu sigurvegarar fyrri heimstyrjaldarinnar landamæri þess þegar þeir skiptu Tyrkjaveldi upp og núverandi ríkjaskipting Mið-Austurlanda komst á í aðalatriðum. Í gegnum aldirnar hafa ýmsir hópar búið á svæðinu sem síðan á þriðja áratugnum hefur kallast Líbanon: kristnir maronítar, súnníar, sjíar og drúsar en þeir síðastnefndu eru nokkuð skyldir sjíum. Þegar Líbanon fékk stjórnarskrá sína 1926 var komið á fót flóknu kerfi sem kvað á um að forseti landsins kæmi ávallt úr röðum kristinna, forsætisráðherrann yrði að vera súnníi og þingforseti sjíi. Þingsætunum 128 var upphaflega skipt á þann veg að kristnir fengu 60 prósent sætanna en múslimar aðeins 40 prósent. Borgarastyrjöldin sem stóð nánast látlaust yfir frá 1976-1989 á sér flóknar skýringar en ein þeirra er tvímælalaust óánægja múslima með hversu lítil völd þeir höfðu miðað við mannfjölda. Því leiðrétti Taif-samkomulagið frá 1989 valdajafnvægið á milli trúarhópanna örlítið þótt enn séu völd múslimanna í litlu samræmi við fjölda þeirra. Allt frá lokum borgarastyrjaldarinnar þar til fyrir örfáum vikum síðan hafa Sýrlendingar haft töglin og hagldirnar í líbönskum innanríkismálum en þeir tóku að sér á sínum tíma að sjá til þess að vopnahlé á milli stríðandi fylkinga í landinu yrði virt. Vatnaskil urðu hins vegar í febrúar þegar Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum. Hann var svarinn andstæðingur Sýrlendinga og því gáfu flestir sér að stjórnin í Damaskus eða bandamenn hennar hefðu staðið fyrir tilræðinu. Í hönd fóru gríðarleg mótmæli þar sem andstæðingar og stuðningsmenn Sýrlendinga skiptust á að toppa hverjir aðra. Alþjóðlegur þrýstingur var hins vegar þeim fyrrnefndu í vil og því fór svo að Sýrlendingar sáu sæng sína í Líbanon uppreidda og kölluðu herlið sitt heim. Í ljósi atburðarásar síðustu vikna bjuggust flestir við að stemningin í kosningunum yrði á þann veg að þeir sem andæfðu veru Sýrlendinga í landinu myndi vegna vel. Fyrsta umferðin þar sem kosið var í Beirút um þarsíðustu helgi renndi stoðum undir þetta því þar fékk listi Saad Hariri, sonar Rafik, öll þingsætin sem í boði voru. Síðasta sunnudag var aftur á móti kosið í suðurhluta landsins þar sem sjíar eru í meirihluta en þeir hafa ætíð notið góðs af nábýlinu við Sýrlendinga. Sameiginlegt framboð Hizbollah og Amal, helstu hreyfinga sjía, unnu þar öll þingsætin, stjórnvöldum í Jerúsalem til lítillar ánægju. Eftir á að kjósa í austur- og miðhluta landsins en þar má búast við meiri spennu en í Beirút og í suðrinu. Hvað sem því líður þá endurspegla kosningaúrslit síðustu tveggja umferða nokkuð vel þær fylkingar sem skiptust á að úthrópa og vegsama Sýrlendinga í febrúar. Þótt gróflega megi segja að sjíar séu helstu stuðningsmenn Sýrlendinga á meðan kristnir, drúsar og súnníar finni þeim flest til foráttu sýna þessar kosningar að kerfið sem úthlutar þingsætum eftir því hvaða trúarhópi frambjóðendurnir tilheyra er orðið nánast merkingarlaust . Framboðslistarnir eru orðnir þvertrúarlegur bútasaumur eins og sjá má af sameinuðu framboði Amal og Hizbollah í suðrinu sem sjíar hafa sögulega fylkt sér á bak við. Af átján frambjóðendum voru fjórtán sjíar, tveir maronítar, tveir orþódoxar og einn drúsi. Skringileg kosningabandalög hafa jafnframt litið dagsins ljós. Á lista Saad Hariri í Beirút um þarsíðustu helgi var að finna Solange nokkra Gemayel, en hún er ekkja Bashir Gemayel sem var leiðtogi falangista og gegndi embætti forseta um skeið þar til hann var ráðinn af dögum 1982. Falangistar voru skæruher maroníta sem barðist við múslima á tímum borgarstyrjaldarinnar. George Adwan, annan leiðtoga skæruliðahóps maroníta frá því á tímum borgarastyrjaldarinnar var að finna á lista drúsaleiðtogans Walid Jumblatt í Shouf-héraðinu. Er þá komið að því að þessu kerfi verði einfaldlega kastað fyrir róða? Það er ólíklegt og ástæðan er andstaða maroníta. Á undanförnum áratugum hefur þeim fækkað í landinu, bæði raunverulega og sérstaklega hlutfallslega. Kristnir fluttu unnvörpum til Evrópu á meðan borgarastyrjöldinni stóð en á sama tíma fjölgaði múslimum talsvert. Sú þróun hefur haldið áfram síðustu ár þar sem fæðingatíðni er hærri hjá múslimunum en hinum kristnu löndum þeirra. Maronítar hafa hins vegar eftir sem áður helming þingsætanna á líbanska þinginu í samræmi við Taif-samkomulagið og þá stöðu munu þeir vitaskuld verja með kjafti og klóm. Til að ástandið í landinu verði ekki ennþá eldfimara hefur ekkert manntal verið tekið um áratuga skeið því þá yrðu lýðfræðilegar breytingar á samsetningu þjóðarinnar staðfestar. Þetta furðulega kerfi er því jafn fast í sessi og nokkru sinni fyrr. Sveinn Guðmarsson sveinng@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sveinn Guðmarsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu þingkosingar Líbana í háa herrans tíð sem haldnar eru án afskipta Sýrlendinga standa nú yfir. Búist var við að bandamönnum Sýrlendinga myndi vegna illa en eftir kosningar í suðurhluta landsins á sunnudaginn kom enn einu sinni í ljós að líbönsk stjórnmál eru flóknari en svo að hægt sé að gefa sér nokkuð í þessum efnum. Þversögnin í kerfinu er sú að kosningabandalögin ganga þvert á trúarbrotalínurnar sem þingsætum landsins er úthlutað eftir. Líbanon er ekki þjóðríki heldur teiknuðu sigurvegarar fyrri heimstyrjaldarinnar landamæri þess þegar þeir skiptu Tyrkjaveldi upp og núverandi ríkjaskipting Mið-Austurlanda komst á í aðalatriðum. Í gegnum aldirnar hafa ýmsir hópar búið á svæðinu sem síðan á þriðja áratugnum hefur kallast Líbanon: kristnir maronítar, súnníar, sjíar og drúsar en þeir síðastnefndu eru nokkuð skyldir sjíum. Þegar Líbanon fékk stjórnarskrá sína 1926 var komið á fót flóknu kerfi sem kvað á um að forseti landsins kæmi ávallt úr röðum kristinna, forsætisráðherrann yrði að vera súnníi og þingforseti sjíi. Þingsætunum 128 var upphaflega skipt á þann veg að kristnir fengu 60 prósent sætanna en múslimar aðeins 40 prósent. Borgarastyrjöldin sem stóð nánast látlaust yfir frá 1976-1989 á sér flóknar skýringar en ein þeirra er tvímælalaust óánægja múslima með hversu lítil völd þeir höfðu miðað við mannfjölda. Því leiðrétti Taif-samkomulagið frá 1989 valdajafnvægið á milli trúarhópanna örlítið þótt enn séu völd múslimanna í litlu samræmi við fjölda þeirra. Allt frá lokum borgarastyrjaldarinnar þar til fyrir örfáum vikum síðan hafa Sýrlendingar haft töglin og hagldirnar í líbönskum innanríkismálum en þeir tóku að sér á sínum tíma að sjá til þess að vopnahlé á milli stríðandi fylkinga í landinu yrði virt. Vatnaskil urðu hins vegar í febrúar þegar Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum. Hann var svarinn andstæðingur Sýrlendinga og því gáfu flestir sér að stjórnin í Damaskus eða bandamenn hennar hefðu staðið fyrir tilræðinu. Í hönd fóru gríðarleg mótmæli þar sem andstæðingar og stuðningsmenn Sýrlendinga skiptust á að toppa hverjir aðra. Alþjóðlegur þrýstingur var hins vegar þeim fyrrnefndu í vil og því fór svo að Sýrlendingar sáu sæng sína í Líbanon uppreidda og kölluðu herlið sitt heim. Í ljósi atburðarásar síðustu vikna bjuggust flestir við að stemningin í kosningunum yrði á þann veg að þeir sem andæfðu veru Sýrlendinga í landinu myndi vegna vel. Fyrsta umferðin þar sem kosið var í Beirút um þarsíðustu helgi renndi stoðum undir þetta því þar fékk listi Saad Hariri, sonar Rafik, öll þingsætin sem í boði voru. Síðasta sunnudag var aftur á móti kosið í suðurhluta landsins þar sem sjíar eru í meirihluta en þeir hafa ætíð notið góðs af nábýlinu við Sýrlendinga. Sameiginlegt framboð Hizbollah og Amal, helstu hreyfinga sjía, unnu þar öll þingsætin, stjórnvöldum í Jerúsalem til lítillar ánægju. Eftir á að kjósa í austur- og miðhluta landsins en þar má búast við meiri spennu en í Beirút og í suðrinu. Hvað sem því líður þá endurspegla kosningaúrslit síðustu tveggja umferða nokkuð vel þær fylkingar sem skiptust á að úthrópa og vegsama Sýrlendinga í febrúar. Þótt gróflega megi segja að sjíar séu helstu stuðningsmenn Sýrlendinga á meðan kristnir, drúsar og súnníar finni þeim flest til foráttu sýna þessar kosningar að kerfið sem úthlutar þingsætum eftir því hvaða trúarhópi frambjóðendurnir tilheyra er orðið nánast merkingarlaust . Framboðslistarnir eru orðnir þvertrúarlegur bútasaumur eins og sjá má af sameinuðu framboði Amal og Hizbollah í suðrinu sem sjíar hafa sögulega fylkt sér á bak við. Af átján frambjóðendum voru fjórtán sjíar, tveir maronítar, tveir orþódoxar og einn drúsi. Skringileg kosningabandalög hafa jafnframt litið dagsins ljós. Á lista Saad Hariri í Beirút um þarsíðustu helgi var að finna Solange nokkra Gemayel, en hún er ekkja Bashir Gemayel sem var leiðtogi falangista og gegndi embætti forseta um skeið þar til hann var ráðinn af dögum 1982. Falangistar voru skæruher maroníta sem barðist við múslima á tímum borgarstyrjaldarinnar. George Adwan, annan leiðtoga skæruliðahóps maroníta frá því á tímum borgarastyrjaldarinnar var að finna á lista drúsaleiðtogans Walid Jumblatt í Shouf-héraðinu. Er þá komið að því að þessu kerfi verði einfaldlega kastað fyrir róða? Það er ólíklegt og ástæðan er andstaða maroníta. Á undanförnum áratugum hefur þeim fækkað í landinu, bæði raunverulega og sérstaklega hlutfallslega. Kristnir fluttu unnvörpum til Evrópu á meðan borgarastyrjöldinni stóð en á sama tíma fjölgaði múslimum talsvert. Sú þróun hefur haldið áfram síðustu ár þar sem fæðingatíðni er hærri hjá múslimunum en hinum kristnu löndum þeirra. Maronítar hafa hins vegar eftir sem áður helming þingsætanna á líbanska þinginu í samræmi við Taif-samkomulagið og þá stöðu munu þeir vitaskuld verja með kjafti og klóm. Til að ástandið í landinu verði ekki ennþá eldfimara hefur ekkert manntal verið tekið um áratuga skeið því þá yrðu lýðfræðilegar breytingar á samsetningu þjóðarinnar staðfestar. Þetta furðulega kerfi er því jafn fast í sessi og nokkru sinni fyrr. Sveinn Guðmarsson sveinng@frettabladid.is
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar