Sport

Ástralía mun tilheyra Asíu

Forseti FIFA, Sepp Blatter, segir ekkert því til fyrirstöðu að ástralska landsliðið í knattspyrnu getið fengið að tilheyra asíska knattspyrnusambandinu. Blatter býst við að af þessu verði strax í september n.k. Mun því teljast æ líklegra að við sjáum Ástralíu í lokakeppni HM í nánustu framtíð en það hefur ekki gerst síðan 1974. Ástralía tilheyrir knattspyrnusambandsi Eyjaálfu sem á ekkert fast sæti í lokakeppni HM undir núverandi lögum FIFA. Sigurvegarinn í undankeppni HM í álfunni þarf að leika umspilsleik við þjóðina í 5. sæti í undankeppninni í Suður Afríku sem hefur reynst Ástralíu of stór biti í þessi ríflega 30 ár. FIFA þing fer fram 12. september n.k. og verða breytingarnar að öllum líkindum skjalfestar þá. Eina mögulega hindrunin fyrir því væri ef einhver aðildaþjóðanna í álfunum tveimur sé mótfallin breytingunum en svo virðist ekki vera. Asíuþjóðirnar hafa lengi boðið Ástralíu velkomna til sín og aðrar þjóðir í Eyjaálfu verða því fegnar að losna við Ástralíu sem hefur einokað efsta sætið þar um árabil. Þjóðir sem leika í Eyjaálfu eru t.d. Salomon-Eyjar, Nýja Sjáland, Fiji-eyjar, Tahiti og Vanatu en þessar þjóðir komust í milliriðil í undankeppni HM sem stendur nú yfir. Ástralía og Salomon eyjar leika til úrslita í undankeppni Eyjaálfu í tveimur leikjum, heima og heiman í september en sigurvegarinn úr þeirri rimmu mætir liði frá Suður Ameríku um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×