Handboltarisinn að vakna 14. júní 2005 00:01 Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðsmarkvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórssonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á meðalmennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu lengur,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hefur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru samkeppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun væntanlega gera nýjan samning við félagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið heldur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar. Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðsmarkvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórssonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á meðalmennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu lengur,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hefur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru samkeppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun væntanlega gera nýjan samning við félagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið heldur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira