Áttum öll jafnan þátt 16. júní 2005 00:01 Áttum öll jafnan þátt í mótmælunum - Yfirlýsing frá mótmælendunum tveimur sem ekki sitja í gæsluvarðhaldi. Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson, tvö þeirra sem stóðum að mótmælum á alþjóðlegri álráðstefnu á hótel Nordica í fyrradag, segjast í yfirlýsingu sem barst Talstöðinni í gærkvöld að þau vilji vekja athygli á að gríðarlegt misræmi og ójafnrétti sem þau segja að hafi átt sér stað við málsmeðferð Bretans Paul Gill sem handtekinn var fyrir sama verknað og þau. Paul situr nú í gæsluvarðhaldi sem kunnugt er en Örnu og Ólafi Páli var sleppt úr haldi. “Við viljum taka það skýrt fram að öll áttum við jafnan þátt í verknaðinum og erum slegin yfir slíku misrétti og tilraun yfirvalda til að gera blóraböggul úr Paul,” segir í yfirlýsingunni frá tvímemenningunum. “Við veltum því fyrir okkur hvort sú staðreynd að hann er útlendingur hafi eitthvað með það að gera, ef svo er er það klárt brot á réttindum hans. Sé ástæðan ekki sú krefjumst við réttmætrar skýringa á því hvers vegna hann fær aðra málsmeðferð en við.”Vilja sjálf í gæslu útfrá sömu rökum Arna og Ólafur Páll segja ennfremur að telji lögregla þörf á því að fangelsa einhvern fyrir að koma mótmælum sínum á framfæri með þeim hætti sem var gert eigi jafnt yfir alla að ganga. “Telji þeir sem að rannsókn málsins standa að þörf sé á gæsluvarðhaldi yfir þeim sem koma mótmælum sínum á framfæri með þeim aðferðum sem við beittum - á meðan mönnum sem grunaðir eru um aðild að barnaklámhringjum er sleppt að lokinni yfirheyrslu - er rökrétt að við hljótum einnig sömu meðferð og Paul Gill og verðum úrskurðuð í frekara gæsluvarðhald,” segja Arna og Ólafur sem segja það aukinheldur skjóta skökku við að Paul sé hnepptur í varðhald af þeirri ástæðu að hann kunni að reyna að koma sér úr landi, þegar hann geti það ekki meðan vegabréf hans sé í höndum lögreglu.Jafnt yfir alla “Með þessari yfirlýsingu viljum við ekki fría okkur af ábyrgð gjörða okkar eða reyna að forðast afleiðingarnar, en förum fram á að tekið sé á málum okkar allra jafnt.” Talstöðin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Áttum öll jafnan þátt í mótmælunum - Yfirlýsing frá mótmælendunum tveimur sem ekki sitja í gæsluvarðhaldi. Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson, tvö þeirra sem stóðum að mótmælum á alþjóðlegri álráðstefnu á hótel Nordica í fyrradag, segjast í yfirlýsingu sem barst Talstöðinni í gærkvöld að þau vilji vekja athygli á að gríðarlegt misræmi og ójafnrétti sem þau segja að hafi átt sér stað við málsmeðferð Bretans Paul Gill sem handtekinn var fyrir sama verknað og þau. Paul situr nú í gæsluvarðhaldi sem kunnugt er en Örnu og Ólafi Páli var sleppt úr haldi. “Við viljum taka það skýrt fram að öll áttum við jafnan þátt í verknaðinum og erum slegin yfir slíku misrétti og tilraun yfirvalda til að gera blóraböggul úr Paul,” segir í yfirlýsingunni frá tvímemenningunum. “Við veltum því fyrir okkur hvort sú staðreynd að hann er útlendingur hafi eitthvað með það að gera, ef svo er er það klárt brot á réttindum hans. Sé ástæðan ekki sú krefjumst við réttmætrar skýringa á því hvers vegna hann fær aðra málsmeðferð en við.”Vilja sjálf í gæslu útfrá sömu rökum Arna og Ólafur Páll segja ennfremur að telji lögregla þörf á því að fangelsa einhvern fyrir að koma mótmælum sínum á framfæri með þeim hætti sem var gert eigi jafnt yfir alla að ganga. “Telji þeir sem að rannsókn málsins standa að þörf sé á gæsluvarðhaldi yfir þeim sem koma mótmælum sínum á framfæri með þeim aðferðum sem við beittum - á meðan mönnum sem grunaðir eru um aðild að barnaklámhringjum er sleppt að lokinni yfirheyrslu - er rökrétt að við hljótum einnig sömu meðferð og Paul Gill og verðum úrskurðuð í frekara gæsluvarðhald,” segja Arna og Ólafur sem segja það aukinheldur skjóta skökku við að Paul sé hnepptur í varðhald af þeirri ástæðu að hann kunni að reyna að koma sér úr landi, þegar hann geti það ekki meðan vegabréf hans sé í höndum lögreglu.Jafnt yfir alla “Með þessari yfirlýsingu viljum við ekki fría okkur af ábyrgð gjörða okkar eða reyna að forðast afleiðingarnar, en förum fram á að tekið sé á málum okkar allra jafnt.”
Talstöðin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira