Á leið til ófarnaðar 22. júní 2005 00:01 Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun