100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands 26. júní 2005 00:01 Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira