Fjármálaeftirlit í fullum rétti 27. júní 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum. Hún telur bréfið geta verið villandi. Stjórn sparisjóðsins telur að Fjármálaeftirlitið eigi að ræða hugsanlega sölu á hlutum í sjóðnum við sig, en ekki einstaklingana sem eiga hlutabréfin. Í fréttinni er jafnframt vitnað til orða stjórnarformanns SPH þess efnis að FME hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáraðilum heldur yfir fjármálafyrirtækjum. Þá kemur fram í fréttinni að stjórn SPH telji að efni bréfs FME geti verið villandi og vitnað er til eftirfarandi í bréfi stjórnarinnar: “Sérstaklega telur stjórn SPH alvarlegt að gefið er í skyn í umræddu dreifibréfi að FME hafi heimildir til að beita einstaklinga dagsektum, leit og/eða haldi á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit[...].Hið rétta er að FME hefur heimildir skv. 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, til að beita umræddum heimildum gagnvart fjármálafyrirtækjunum sjálfum eða lögaðilum sem þeim tengjast, en ekki gagnvart einstaklingum”. Í fréttatilkynningunni er áréttað að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með eigendum virkra eignarhluta samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. VI. og VIII. kafla laganna. Með virkum eignarhlut samkvæmt 2. mgr. 40. gr. laganna er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. sömu laga ber aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki að leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum. Innlent Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum. Hún telur bréfið geta verið villandi. Stjórn sparisjóðsins telur að Fjármálaeftirlitið eigi að ræða hugsanlega sölu á hlutum í sjóðnum við sig, en ekki einstaklingana sem eiga hlutabréfin. Í fréttinni er jafnframt vitnað til orða stjórnarformanns SPH þess efnis að FME hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáraðilum heldur yfir fjármálafyrirtækjum. Þá kemur fram í fréttinni að stjórn SPH telji að efni bréfs FME geti verið villandi og vitnað er til eftirfarandi í bréfi stjórnarinnar: “Sérstaklega telur stjórn SPH alvarlegt að gefið er í skyn í umræddu dreifibréfi að FME hafi heimildir til að beita einstaklinga dagsektum, leit og/eða haldi á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit[...].Hið rétta er að FME hefur heimildir skv. 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, til að beita umræddum heimildum gagnvart fjármálafyrirtækjunum sjálfum eða lögaðilum sem þeim tengjast, en ekki gagnvart einstaklingum”. Í fréttatilkynningunni er áréttað að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með eigendum virkra eignarhluta samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. VI. og VIII. kafla laganna. Með virkum eignarhlut samkvæmt 2. mgr. 40. gr. laganna er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. sömu laga ber aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki að leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira