Baráttusigur Valsmanna 1. júlí 2005 00:01 Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og náðu að komast aftur fyrir bakverði Þróttara nokkrum sinnum á fyrsta kortérinu, en miðverðir Þróttara náðu að koma boltanum frá markinu í tæka tíð. Eftir nokkuð góða pressu Valsara, sem alltaf byrja leiki sína af miklum krafti, náðu Þróttarar að koma sér inn í leikinn með ágætum samleik, en náðu ekki að klára sínar sóknir með góðum skotum en það hefur verið þeirra helsti galli í sumar. Á tuttugustu og sjöundu mínútu dró til tíðinda en þá fékk Baldur Aðalsteinsson boltann á hægri kantinum og sendi hann rakleiðis inn á teiginn, þar sem Garðar Gunnlaugsson skallaði boltann fallega í markið. Vel að verki staðið hjá Valsmönnum. Eftir þetta sóttu Þróttarar nokkuð en náðu, sem fyrr, ekki að nýta færin. Þannig fékk Josef Maruniak algjört dauðafæri inn á markteig en tókst á ótrúlegan hátt að klúðra því. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri, af miklum krafti, og voru í tvígang hársbreidd frá þvi að koma boltanum í netið. Þróttarar gerðu breytingu á liði sínu eftir fimmtán mínútna leik og við það hresstust Þróttarar. Valsmenn lágu aftarlega á vellinum og vörðust ágætlega, fyrirsjáanlegum sóknum Þróttara. Hálfdán Gíslason skoraði síðan annað mark Valsmanna með fallegu skoti fyrir utan teig en hann hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Þróttarar spiluðu ágætlega út á vellinum, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg marktækifæri. Valsmenn skoruðu tvö falleg mörk en sóttu ekki mikið í leiknum að öðru leyti. Þeir vörðust fimlega og börðust vel fyrir hvorn annan og náðu að innbyrða góðan sigur með vinnusemi og baráttu, eitthvað sem Þróttara skorti. Halldór Arnar Hilmisson var bestur í liði Þróttara, en þeir verða að ná meiri hraða og snerpu í framlínu sína ef þeir ætla ekki hreinlega að falla. Það hlýtur að vera svekkjandi að spila vel út á vellinum leik eftir leik, en ná ekki að nýta sér það nægilega vel. Valsliðið sótti og varðist sem ein heild, með Akureyringinn Atla Svein Þórarinsson og Húsvíkinginn Baldur Aðalsteinsson sem bestu leikmenn. Páll Einarsson, fyrirliði Þróttara var svekktur í leikslok. "Það er alltaf leiðinlegt að tapa, en við getum sjálfum okkur um kennt. Við verðum að skora ef við ætlum okkur að ná í stig og náðum við ekki að gera í dag." Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var eins og gefur að skilja ánægður með sína menn. "Þróttarar spiluðu vel í dag, en við vörðumst þeim ágætlega. Það er erfitt að leika gegn liði sem heldur boltanum jafn vel og Þróttur en okkur tókst að knýja fram sigur með vinnusemi og baráttu." Íslenski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og náðu að komast aftur fyrir bakverði Þróttara nokkrum sinnum á fyrsta kortérinu, en miðverðir Þróttara náðu að koma boltanum frá markinu í tæka tíð. Eftir nokkuð góða pressu Valsara, sem alltaf byrja leiki sína af miklum krafti, náðu Þróttarar að koma sér inn í leikinn með ágætum samleik, en náðu ekki að klára sínar sóknir með góðum skotum en það hefur verið þeirra helsti galli í sumar. Á tuttugustu og sjöundu mínútu dró til tíðinda en þá fékk Baldur Aðalsteinsson boltann á hægri kantinum og sendi hann rakleiðis inn á teiginn, þar sem Garðar Gunnlaugsson skallaði boltann fallega í markið. Vel að verki staðið hjá Valsmönnum. Eftir þetta sóttu Þróttarar nokkuð en náðu, sem fyrr, ekki að nýta færin. Þannig fékk Josef Maruniak algjört dauðafæri inn á markteig en tókst á ótrúlegan hátt að klúðra því. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri, af miklum krafti, og voru í tvígang hársbreidd frá þvi að koma boltanum í netið. Þróttarar gerðu breytingu á liði sínu eftir fimmtán mínútna leik og við það hresstust Þróttarar. Valsmenn lágu aftarlega á vellinum og vörðust ágætlega, fyrirsjáanlegum sóknum Þróttara. Hálfdán Gíslason skoraði síðan annað mark Valsmanna með fallegu skoti fyrir utan teig en hann hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Þróttarar spiluðu ágætlega út á vellinum, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg marktækifæri. Valsmenn skoruðu tvö falleg mörk en sóttu ekki mikið í leiknum að öðru leyti. Þeir vörðust fimlega og börðust vel fyrir hvorn annan og náðu að innbyrða góðan sigur með vinnusemi og baráttu, eitthvað sem Þróttara skorti. Halldór Arnar Hilmisson var bestur í liði Þróttara, en þeir verða að ná meiri hraða og snerpu í framlínu sína ef þeir ætla ekki hreinlega að falla. Það hlýtur að vera svekkjandi að spila vel út á vellinum leik eftir leik, en ná ekki að nýta sér það nægilega vel. Valsliðið sótti og varðist sem ein heild, með Akureyringinn Atla Svein Þórarinsson og Húsvíkinginn Baldur Aðalsteinsson sem bestu leikmenn. Páll Einarsson, fyrirliði Þróttara var svekktur í leikslok. "Það er alltaf leiðinlegt að tapa, en við getum sjálfum okkur um kennt. Við verðum að skora ef við ætlum okkur að ná í stig og náðum við ekki að gera í dag." Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var eins og gefur að skilja ánægður með sína menn. "Þróttarar spiluðu vel í dag, en við vörðumst þeim ágætlega. Það er erfitt að leika gegn liði sem heldur boltanum jafn vel og Þróttur en okkur tókst að knýja fram sigur með vinnusemi og baráttu."
Íslenski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira