Óvíst með kaup á Somerfield 3. júlí 2005 00:01 Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislögreglustjóri gaf út á hendur sex aðilum tengdum Baugi síðastliðinn föstudag. Ein af ástæðunum er talin vera sú að bankastofnanir yrðu tregar til að lána Baugi fé vegna kaupanna meðan óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins. Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær svo sem eins og Financial Times, Daily Telegraph og Sunday Herald. "Fyrirtækið greindi frá því á föstudag að þessi ákæra myndi ekki hafa nein áhrif á starfslega getu félagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar og munum við kappkosta að halda áfram okkar striki. Við leggjum höfuðáherslu á að fyrirtækið verði ekki fyrir skakkaföllum Ég kannast því ekkert við að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr fyrirtækjahópnum og Jón Ásgeir kannast ekkert við að hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis," segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, um fréttir breskra dagblaða um að Baugur hafi boðist til að draga sig út viðræðum vegna kaupa á Somerfield. Baráttan um Somerfield stendur milli tveggja fyrirtækjahópa, annars vegar fjárfestingarfélagsins London & Regional og hins vegar hóps þar sem eru Baugur Group hf., Apax, Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn hafði áformað kynningu á tilboði sínu eftir örfáa daga. Í Sunday Times var haft eftir ónefndum ráðgjafa fyrirtækjahópsins, sem Baugur tilheyrir, að hann væri viss um að Baugur drægi sig út út úr samningaviðræðunum ef ákæran myndi hafa óæskileg áhrif á hópinn. Ráðgjafinn sagði að hópurinn myndi halda áfram að undirbúa kauptilboðið þrátt fyrir að Baugur hafi átt að leggja til 25 prósent kaupverðsins á Somerfield sem talið er nema um 127 milljörðum króna. Blaðamaður Daily Telegraph sagði í gærkvöldi að hann hefði heyrt að Baugur ætlaði sér að halda áfram í fyrirtækjahópnum en það væri spurning hvort hin fyrirtækin í hópnum vildu halda áfram samstarfi við Baug í ljósi aðstæðna. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislögreglustjóri gaf út á hendur sex aðilum tengdum Baugi síðastliðinn föstudag. Ein af ástæðunum er talin vera sú að bankastofnanir yrðu tregar til að lána Baugi fé vegna kaupanna meðan óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins. Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær svo sem eins og Financial Times, Daily Telegraph og Sunday Herald. "Fyrirtækið greindi frá því á föstudag að þessi ákæra myndi ekki hafa nein áhrif á starfslega getu félagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar og munum við kappkosta að halda áfram okkar striki. Við leggjum höfuðáherslu á að fyrirtækið verði ekki fyrir skakkaföllum Ég kannast því ekkert við að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr fyrirtækjahópnum og Jón Ásgeir kannast ekkert við að hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis," segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, um fréttir breskra dagblaða um að Baugur hafi boðist til að draga sig út viðræðum vegna kaupa á Somerfield. Baráttan um Somerfield stendur milli tveggja fyrirtækjahópa, annars vegar fjárfestingarfélagsins London & Regional og hins vegar hóps þar sem eru Baugur Group hf., Apax, Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn hafði áformað kynningu á tilboði sínu eftir örfáa daga. Í Sunday Times var haft eftir ónefndum ráðgjafa fyrirtækjahópsins, sem Baugur tilheyrir, að hann væri viss um að Baugur drægi sig út út úr samningaviðræðunum ef ákæran myndi hafa óæskileg áhrif á hópinn. Ráðgjafinn sagði að hópurinn myndi halda áfram að undirbúa kauptilboðið þrátt fyrir að Baugur hafi átt að leggja til 25 prósent kaupverðsins á Somerfield sem talið er nema um 127 milljörðum króna. Blaðamaður Daily Telegraph sagði í gærkvöldi að hann hefði heyrt að Baugur ætlaði sér að halda áfram í fyrirtækjahópnum en það væri spurning hvort hin fyrirtækin í hópnum vildu halda áfram samstarfi við Baug í ljósi aðstæðna. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira