Erlent

ESB ræðir öryggismál eftir árásir

Charles Clarke, innanríkisráðherra Breta, stýrir viðbragðsfundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna á miðvikudaginn í næstu viku. Meta á öryggisviðbrögð Evrópusambandsins eftir árásirnar í Lundúnum á fimmtudag, að því er fram kemur í tilkynningu breskra stjórnvalda í gær, en Bretar fara með forsæti í sambandinu.. Talið er líklegt að áhersla verði lögð á að efla aðgerðir sambandsins gegn hryðjuverkum, auk frekari samhæfingar tengdri upplýsingaöflun og hvernig ríkin deila með sér upplýsingum til að koma í veg fyrir frekari árásir. Sambærilegur fundur var haldinn eftir árásir á Madríd í mars í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×