Bretar ósammála um næstu skref 8. júlí 2005 00:01 Margir hryðjuverkasérfræðingar fullyrða að tímasetning hryðjuverkanna í London í gær hafi verið í beinum tengslum við G8-leiðtogafundinn sem haldinn er í Gleneagles í Skotlandi þessa dagana. Fljótlega eftir árásirnar hófust bollaleggingar um hverjir bæru ábyrgð á hryðjuverkunum og hvað þeim gengi til. Fljótlega hafði svo þýska blaðið Der Spiegel upp á arabískri vefsíðu þar sem fullyrt var að samtök sem kalla sig "Leynisamtök al-Kaída í Evrópu" hefðu lýst hryllingnum á hendur sér og aðgerðirnar væru hefnd fyrir hlutdeild Breta í innrásunum í Afganistan og Írak. Líklegt er að kastljós G8-leiðtoganna beinist mun meir að svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum en til stóð og hafa stjórnmálaskýrendur og pistlahöfundar bresku dagblaðanna sumir verið duglegir við að benda leiðtogunum á að ekki er hægt að slást við eld með eldi á meðan aðrir styðja ríkisstjórn Tonys Blair, stríðið í Írak og hertar öryggisráðstafanir. Greinilegt er að ekki eru allir einhuga um það hvaða skref skuli taka næst. Rót hryðjuverka liggur í fáfræði og fátæktRobin Cook pistlahöfundur breska dagblaðsins The Guardian fullyrti í blaðinu í gær að ekki væri hægt að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum með hernaðaraðgerðum. Hann snýr orðum forsætisráðherrans Tonys Blair þannig að þegar Blair sagði að hryðjuverkin væru árásir á lífsgildi og viðmið vestrænna þjóða vildi Cook benda á að mikilvægast af þessum gildum væri gagnkvæm virðing fyrir náunganum, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart mismunandi menningar- og kynþáttauppruna. Cook segir í grein sinni að leiðtogar G8-ríkjanna hafi tækifærið í hendi sér til að svara hryðjuverkaárásunum á hinn áhrifamesta máta; með því að láta engan bilbug á sér finna í leit að lausnum á fátækt þriðja heims ríkja. Cook fullyrðir að rætur hryðjuverkastarfsemi liggi oftar en ekki í löndum þar sem fátækt er mikil og þar sem bókstafstrú býður falska tilfinningu fyrir stolti hjá ungum mönnum sem ekki búa að tækifærum til að mennta sig og brjótast úr sárri fátækt. Því segir Cook að stríð gegn fátækt sé mun áhrifameiri leið til að berjast gegn hryðjuverkum en hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Cook lýkur svo grein sinni með því að segja að hvað svo sem megi segja til að verja stríðið í Írak sé aldrei hægt að segja að það hafi varið Breta gegn hryðjuverkum í heimalandinu. Máttu búast við þessuRobert Fisk, sérfræðingur blaðsins The Independent í málefnum Mið-Austurlanda tekur heldur þyngra í árinni en Robin Cook og fullyrðir að hryðjuverkin séu hreinar hefndaraðgerðir vegna íhlutunnar Breta í Írak. Helstu rök Bush í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum hafa að sögn Fisk verið að betra sé að sækja hryðjuverkamennina heim en að bíða eftir því að þeir kæmu til okkar. Segir hann því að rök Bush og Blair fyrir því að stríð í Írak sé stríð gegn hryðjuverkum hafi hrunið þegar ráðist var á London á fimmtudagsmorgun. Einnig gagnrýnir Fisk bresk lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki séð árásirnar fyrir þar sem greinilegt sé að þurft hafi margra mánaða undirbúning og skipulagningu til að framkvæma jafn samhæfðar árásir og dundu á íbúum London á fimmtudag. Robert Fisk bendir þó ekki á hugsanlegar betri lausnir á hryðjuverkavandanum. Óvenjulegt ástand kallar á óvenjulegar aðgerðirÍ leiðara breska blaðsins Times er talað um að íbúar Lundúna þurfi að sýna stillingu og sérstakt æðruleysi í kjölfar árásanna. Leiðarahöfundur bendir á að örvinglan og örvæntingafullar aðgerðir til að auka öryggisgæslu væri villuspor. Þó er bent á í leiðaranum að nauðsynlegt gæti talist að herða löggjöf á ákveðnum sviðum til þess að koma í veg fyrir önnur eins hryðjuverk. Leiðarahöfundur segir að staðfesta bresku þjóðarinnar hafi aldrei verið meiri í stríðinu gegn hryðjuverkum og einmitt eftir árásirnar, og ef tilgangur hryðjuverkamannana hafi verið að sundra bresku þjóðinni og draga úr staðfestu hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum þá hafi það mistekist hrapallega. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Jim Lovell er látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira
Margir hryðjuverkasérfræðingar fullyrða að tímasetning hryðjuverkanna í London í gær hafi verið í beinum tengslum við G8-leiðtogafundinn sem haldinn er í Gleneagles í Skotlandi þessa dagana. Fljótlega eftir árásirnar hófust bollaleggingar um hverjir bæru ábyrgð á hryðjuverkunum og hvað þeim gengi til. Fljótlega hafði svo þýska blaðið Der Spiegel upp á arabískri vefsíðu þar sem fullyrt var að samtök sem kalla sig "Leynisamtök al-Kaída í Evrópu" hefðu lýst hryllingnum á hendur sér og aðgerðirnar væru hefnd fyrir hlutdeild Breta í innrásunum í Afganistan og Írak. Líklegt er að kastljós G8-leiðtoganna beinist mun meir að svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum en til stóð og hafa stjórnmálaskýrendur og pistlahöfundar bresku dagblaðanna sumir verið duglegir við að benda leiðtogunum á að ekki er hægt að slást við eld með eldi á meðan aðrir styðja ríkisstjórn Tonys Blair, stríðið í Írak og hertar öryggisráðstafanir. Greinilegt er að ekki eru allir einhuga um það hvaða skref skuli taka næst. Rót hryðjuverka liggur í fáfræði og fátæktRobin Cook pistlahöfundur breska dagblaðsins The Guardian fullyrti í blaðinu í gær að ekki væri hægt að sigra í baráttunni gegn hryðjuverkum með hernaðaraðgerðum. Hann snýr orðum forsætisráðherrans Tonys Blair þannig að þegar Blair sagði að hryðjuverkin væru árásir á lífsgildi og viðmið vestrænna þjóða vildi Cook benda á að mikilvægast af þessum gildum væri gagnkvæm virðing fyrir náunganum, umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart mismunandi menningar- og kynþáttauppruna. Cook segir í grein sinni að leiðtogar G8-ríkjanna hafi tækifærið í hendi sér til að svara hryðjuverkaárásunum á hinn áhrifamesta máta; með því að láta engan bilbug á sér finna í leit að lausnum á fátækt þriðja heims ríkja. Cook fullyrðir að rætur hryðjuverkastarfsemi liggi oftar en ekki í löndum þar sem fátækt er mikil og þar sem bókstafstrú býður falska tilfinningu fyrir stolti hjá ungum mönnum sem ekki búa að tækifærum til að mennta sig og brjótast úr sárri fátækt. Því segir Cook að stríð gegn fátækt sé mun áhrifameiri leið til að berjast gegn hryðjuverkum en hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Cook lýkur svo grein sinni með því að segja að hvað svo sem megi segja til að verja stríðið í Írak sé aldrei hægt að segja að það hafi varið Breta gegn hryðjuverkum í heimalandinu. Máttu búast við þessuRobert Fisk, sérfræðingur blaðsins The Independent í málefnum Mið-Austurlanda tekur heldur þyngra í árinni en Robin Cook og fullyrðir að hryðjuverkin séu hreinar hefndaraðgerðir vegna íhlutunnar Breta í Írak. Helstu rök Bush í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum hafa að sögn Fisk verið að betra sé að sækja hryðjuverkamennina heim en að bíða eftir því að þeir kæmu til okkar. Segir hann því að rök Bush og Blair fyrir því að stríð í Írak sé stríð gegn hryðjuverkum hafi hrunið þegar ráðist var á London á fimmtudagsmorgun. Einnig gagnrýnir Fisk bresk lögregluyfirvöld fyrir að hafa ekki séð árásirnar fyrir þar sem greinilegt sé að þurft hafi margra mánaða undirbúning og skipulagningu til að framkvæma jafn samhæfðar árásir og dundu á íbúum London á fimmtudag. Robert Fisk bendir þó ekki á hugsanlegar betri lausnir á hryðjuverkavandanum. Óvenjulegt ástand kallar á óvenjulegar aðgerðirÍ leiðara breska blaðsins Times er talað um að íbúar Lundúna þurfi að sýna stillingu og sérstakt æðruleysi í kjölfar árásanna. Leiðarahöfundur bendir á að örvinglan og örvæntingafullar aðgerðir til að auka öryggisgæslu væri villuspor. Þó er bent á í leiðaranum að nauðsynlegt gæti talist að herða löggjöf á ákveðnum sviðum til þess að koma í veg fyrir önnur eins hryðjuverk. Leiðarahöfundur segir að staðfesta bresku þjóðarinnar hafi aldrei verið meiri í stríðinu gegn hryðjuverkum og einmitt eftir árásirnar, og ef tilgangur hryðjuverkamannana hafi verið að sundra bresku þjóðinni og draga úr staðfestu hennar í baráttunni gegn hryðjuverkum þá hafi það mistekist hrapallega.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Jim Lovell er látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira