Árásirnar afar vel skipulagðar 9. júlí 2005 00:01 Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir. Í ljós er að koma að árasirnar vor afar vel skipulagðar. Á blaðamannfundi í dag voru sýndar myndir sem sanna að sprengjurnar þrjár sprungu svo til samtímis. Brian Paddick hjá Scotland Yard segir engan vara leika á öðru en að sprengjurnar hafi sprungið með fárra sekúndna millibili klukkan 8:50 um morguninn. Á þessum tíma er umferð um neðanjarðalestarkerfið hvað mest. Vegna þess er talið líklegt að sprengjurnar sem voru gerðar úr ódýru plastsprengiefni hafi verið settar í gang með tímarofa. Öðru máli gegnir um sprengjuna sem sprakk í Tavistock torgi, hún sprakk ekki fyrr en klukkutíma síðar og sjónarvottar hafa lýst grunsamlegum manni sem hljóp niður stiga strætisvagnsins um leið og sprengjan sprakk. Lögreglan hefur ekki útilokað að sú sprenging hafi verið sjálfmorðsárás. Rannsókn bendir þó til þess að sprengjan sjálf hafi verið í poka en ekki límd við likama mannsins. Það gengur erfiðlega að komast að lestarvögnunum til að rannsaka þá nánar, gríðarlegur hiti er í göngunum og óttast er að úr þeim hrynji. Eftir að ljóst var að enginn er enn á lífi hefur lögreglan ekki viljað hætta lífi sinna manna til að fara um lestargöngin fyrr en víst er að öllu sé óhætt. Lögregla hefur staðfest að lík og líkamsleifar liggja enn í einum lestarvagnanna. Ekki er vitað hversu margir þetta eru, en ættingjar þeirra sem enn er saknað og líka þeir sem vilja votta samúð og virðingu sínu fara á Kings Cross lestarstöðina og leggja þar blóm. Að öðru leyti er allt að komast í samt horf í Lundúnum og fólk virðist staðráðið í að láta ekki þessa atburði breyta háttalagi sínu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir. Í ljós er að koma að árasirnar vor afar vel skipulagðar. Á blaðamannfundi í dag voru sýndar myndir sem sanna að sprengjurnar þrjár sprungu svo til samtímis. Brian Paddick hjá Scotland Yard segir engan vara leika á öðru en að sprengjurnar hafi sprungið með fárra sekúndna millibili klukkan 8:50 um morguninn. Á þessum tíma er umferð um neðanjarðalestarkerfið hvað mest. Vegna þess er talið líklegt að sprengjurnar sem voru gerðar úr ódýru plastsprengiefni hafi verið settar í gang með tímarofa. Öðru máli gegnir um sprengjuna sem sprakk í Tavistock torgi, hún sprakk ekki fyrr en klukkutíma síðar og sjónarvottar hafa lýst grunsamlegum manni sem hljóp niður stiga strætisvagnsins um leið og sprengjan sprakk. Lögreglan hefur ekki útilokað að sú sprenging hafi verið sjálfmorðsárás. Rannsókn bendir þó til þess að sprengjan sjálf hafi verið í poka en ekki límd við likama mannsins. Það gengur erfiðlega að komast að lestarvögnunum til að rannsaka þá nánar, gríðarlegur hiti er í göngunum og óttast er að úr þeim hrynji. Eftir að ljóst var að enginn er enn á lífi hefur lögreglan ekki viljað hætta lífi sinna manna til að fara um lestargöngin fyrr en víst er að öllu sé óhætt. Lögregla hefur staðfest að lík og líkamsleifar liggja enn í einum lestarvagnanna. Ekki er vitað hversu margir þetta eru, en ættingjar þeirra sem enn er saknað og líka þeir sem vilja votta samúð og virðingu sínu fara á Kings Cross lestarstöðina og leggja þar blóm. Að öðru leyti er allt að komast í samt horf í Lundúnum og fólk virðist staðráðið í að láta ekki þessa atburði breyta háttalagi sínu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira