Bretar undrandi og reiðir 13. júlí 2005 00:01 Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira