Fjárfestar draga sig í hlé 13. júlí 2005 00:01 Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið. Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira