Áhyggjur móður hjálpuðu rannsókn 13. júlí 2005 00:01 Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira