Kennsl borin á hryðjuverkamenn 14. júlí 2005 00:01 Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna, sem kallaðir eru höfuðpaurinn og efnafræðingurinn, í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum en tala látinna er nú komin í fimmtíu og þrjá. Talið er að báðir mennirnir hafi flúið land löngu áður en árásirnar voru gerðar en lögreglan segir alls fimm menn hafa komið beint að sprengingunum og útilokar ekki að þeir hafi tengst al-Qaida. Ásamt höfuðpaurnum, efnafraæðingnum og 19 og 22 ára mönnunum frá Leeds og er talið að þrítugi maðurinn frá Dewsbury séu aðal skipuleggjendur árásarinnar. Sá maður var áður stuðningsfulltrúi í grunnskóla, afar vel liðinn, duglegur og metnaðargjarn sem alla virðist hafa líkað við og eiga foreldrar erfitt með að trúa að lögreglan gruni rétta manninn. Lögreglan hefur gert fjölda húsleita í Leeds að undanförnu vegna málsins og segir að rannsókninni miði vel áfram. Tveggja mínútna þögn var í Bretlandi klukkan ellefu að íslenskum tíma í dag til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum og stöðvuðust strætisvagnar og lestir á meðan. Neðanjarðarlestir héldu þó áfram ferð sinni en engar lendingar eða flugtök voru á Heathrow eða á Gatwick. Þá var einnig tveggja mínútna þögn víðsvegar í Evrópu í virðingu við þá sem létust. Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að mikilvægt sé að fólk dæmi ekki alla múslima öfga- eða hryðjuverkamenn en fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi verið áreittir eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að sýna umburðarlyndi en um 1,6 milljón múslima búa í Bretlandi. Það eru ekki bara Bretar sem eru uggandi. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með þeim útlendingum sem koma til landsins og verða fingraför nú tekin af öllum. Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir komist inn í landið. Hræðsla Bandaríkjamanna við hryðjuverk í landinu hefur aldrei verið meiri en nú og hafa múslimar verið áreittir þar í landi líkt og í Bretlandi að undanförnu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna, sem kallaðir eru höfuðpaurinn og efnafræðingurinn, í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum en tala látinna er nú komin í fimmtíu og þrjá. Talið er að báðir mennirnir hafi flúið land löngu áður en árásirnar voru gerðar en lögreglan segir alls fimm menn hafa komið beint að sprengingunum og útilokar ekki að þeir hafi tengst al-Qaida. Ásamt höfuðpaurnum, efnafraæðingnum og 19 og 22 ára mönnunum frá Leeds og er talið að þrítugi maðurinn frá Dewsbury séu aðal skipuleggjendur árásarinnar. Sá maður var áður stuðningsfulltrúi í grunnskóla, afar vel liðinn, duglegur og metnaðargjarn sem alla virðist hafa líkað við og eiga foreldrar erfitt með að trúa að lögreglan gruni rétta manninn. Lögreglan hefur gert fjölda húsleita í Leeds að undanförnu vegna málsins og segir að rannsókninni miði vel áfram. Tveggja mínútna þögn var í Bretlandi klukkan ellefu að íslenskum tíma í dag til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum og stöðvuðust strætisvagnar og lestir á meðan. Neðanjarðarlestir héldu þó áfram ferð sinni en engar lendingar eða flugtök voru á Heathrow eða á Gatwick. Þá var einnig tveggja mínútna þögn víðsvegar í Evrópu í virðingu við þá sem létust. Múslimar í Bretlandi eru undrandi yfir því að hryðjuverkamennirnir hafi verið breskir ríkisborgarar. Í tilkynningu frá samtökum múslima í Bretlandi, segir að mikilvægt sé að fólk dæmi ekki alla múslima öfga- eða hryðjuverkamenn en fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi verið áreittir eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að sýna umburðarlyndi en um 1,6 milljón múslima búa í Bretlandi. Það eru ekki bara Bretar sem eru uggandi. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka eftirlit með þeim útlendingum sem koma til landsins og verða fingraför nú tekin af öllum. Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir þessa leið farna til að auka möguleika Bandaríkjamanna á að finna hryðjuverkamenn og hindra að þeir komist inn í landið. Hræðsla Bandaríkjamanna við hryðjuverk í landinu hefur aldrei verið meiri en nú og hafa múslimar verið áreittir þar í landi líkt og í Bretlandi að undanförnu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira