2 ára bið eftir niðurstöðu nefndar 16. júlí 2005 00:01 Fyrrverandi hluthafar í Baugi, sem ekki sættu sig við það verð sem þeir fengu fyrir bréf sín við þvingaða yfirtöku, hafa mátt bíða í um tvö ár eftir niðurstöðu matsnefndar í málinu. Málið, sem snýst um nokkra einstaklinga og fáein prósentustig í Baugi, hefur nánst tekið jafn langan tíma og rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á félaginu. Þegar hlutabréf í Baugi fóru af markaði fyrir um þremur árum vegna yfirtökuskyldu sem þá myndaðist, var hluthöfum greitt út á hæsta gengi síðustu sex mánaða þar á undan. Langflestir hluthafanna seldu en eftir stóðu nokkrir sem ekki sættu sig við þetta. Þá var farið í innlausn bréfa þeirra eða þvingaða yfirtöku. Enn þrengdist hópurinn og eftir stóð Sparisjóður Mýrarsýslu, Sundagarðar hf. og þrettán einstaklingar sem kærðu. Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði matsmenn í desember árið 2003. Þeirra hlutverk var að meta raunverulegt verðmæti Baugs og þá eignahlut þeirra sem kærðu. Það verð sem þeir ákveða nær síðan til allra sem voru beittir innlausnarákvæði. Fyrir Sparisjóð Mýrarsýslu, sem átti 911 þúsund hluti í Baugi, og Sundagarða hf., sem átti 4.833.000 hluti, gæti verið um verulegar upphæðir að ræða. En auk þeirra eru þrettán einstaklingar sem áttu mismikið, allt niður í um 2000 hluti. Matsmenn héldu fund í júní 2004 en síðan þá hefur ekkert frá þeim heyrst, að sögn lögmanns eins úr hluthafahópnum. Hann segir að sá tími sem nefndin hafi tekið sér sé kominn fram yfir öll eðlilegt mörk. Ýmsir velta því fyrir sér við hvaða tímabil matsmenn ætli að miða og búast má við að sú niðurstaða verði athyglisverð í ljósi útrásar fyrirtækisins í Bretlandi. Ekki náðist í matsmennina í dag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Fyrrverandi hluthafar í Baugi, sem ekki sættu sig við það verð sem þeir fengu fyrir bréf sín við þvingaða yfirtöku, hafa mátt bíða í um tvö ár eftir niðurstöðu matsnefndar í málinu. Málið, sem snýst um nokkra einstaklinga og fáein prósentustig í Baugi, hefur nánst tekið jafn langan tíma og rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á félaginu. Þegar hlutabréf í Baugi fóru af markaði fyrir um þremur árum vegna yfirtökuskyldu sem þá myndaðist, var hluthöfum greitt út á hæsta gengi síðustu sex mánaða þar á undan. Langflestir hluthafanna seldu en eftir stóðu nokkrir sem ekki sættu sig við þetta. Þá var farið í innlausn bréfa þeirra eða þvingaða yfirtöku. Enn þrengdist hópurinn og eftir stóð Sparisjóður Mýrarsýslu, Sundagarðar hf. og þrettán einstaklingar sem kærðu. Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði matsmenn í desember árið 2003. Þeirra hlutverk var að meta raunverulegt verðmæti Baugs og þá eignahlut þeirra sem kærðu. Það verð sem þeir ákveða nær síðan til allra sem voru beittir innlausnarákvæði. Fyrir Sparisjóð Mýrarsýslu, sem átti 911 þúsund hluti í Baugi, og Sundagarða hf., sem átti 4.833.000 hluti, gæti verið um verulegar upphæðir að ræða. En auk þeirra eru þrettán einstaklingar sem áttu mismikið, allt niður í um 2000 hluti. Matsmenn héldu fund í júní 2004 en síðan þá hefur ekkert frá þeim heyrst, að sögn lögmanns eins úr hluthafahópnum. Hann segir að sá tími sem nefndin hafi tekið sér sé kominn fram yfir öll eðlilegt mörk. Ýmsir velta því fyrir sér við hvaða tímabil matsmenn ætli að miða og búast má við að sú niðurstaða verði athyglisverð í ljósi útrásar fyrirtækisins í Bretlandi. Ekki náðist í matsmennina í dag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira