Flest bendir til tengsla al-Kaída 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mohammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkjanna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasamtakanna. Ekki er útilokað að útsendarar al-Kaída hafi leitt fjórmenningana sem frömdu hryðjuverkin í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árásunum heldur hafi þeir hugsanlega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendararnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöðinni að King's Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níutíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neðanjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætisvagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfirheyrðu í gær þarlendan kaupsýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenninganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lundúnum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú námskeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútímaleg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buckinghamshire. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mohammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkjanna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasamtakanna. Ekki er útilokað að útsendarar al-Kaída hafi leitt fjórmenningana sem frömdu hryðjuverkin í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árásunum heldur hafi þeir hugsanlega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendararnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöðinni að King's Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níutíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neðanjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætisvagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfirheyrðu í gær þarlendan kaupsýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenninganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lundúnum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú námskeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútímaleg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buckinghamshire.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira