Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs 22. júlí 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun. Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira