Skjóta til að drepa 22. júlí 2005 00:01 Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Sjónarvottar segja að skelfing hafi gripið um sig á Stockwell járnbrautarstöðinni, í Lundúnum, þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega á harðahlaupum, á eftir manni sem var í þykkum vetrarjakka þrátt fyrir sumarhitann. Maðurinn stökk yfir grindverk og girðingar, og sinnti ekki hrópum lögreglumannanna um að stoppa. Manninum tókst að komast inn á Stockwell brautarstöðina, en þar náðu lögreglumennirnir honum og skutu hann til bana. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn fimm eða sex skotum. Reglur bresku lögreglunar mæla fyrir um að skotvopnum sé aðeins beitt í ítrustu neyð, og þá reynt að gera menn óvíga. Um grunaða sprengjumorðingja gildir öðru máli, þá á að skjóta til þess að drepa. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði að stundum væri lögreglan neydd til þess að drepa, ef ógnin væri mikil. Hann sagði að ef verið væri að fást við einstklinga sem líta út fyrir að vera sjálfsmorðsárásarmenn og sá aðili er með meðvitund og getur hugsanlega sprengt sprengjuna þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hann verði skotinn með það í huga að drepa hann. Lögreglan hefur engar upplýsingar gefið um þann sem var skotinn, nema að hann tengist sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. Þau voru nánast endurtekning á tilræðunum fyrir hálfum mánuði, nema hvað í gær sprungu sprengjurnar ekki. Síðdegis í dag handtók lögreglan mann í grennd við Stockwell lestarstöðina og hún hefur birt myndir af fjórum mönnum, til viðbótar, sem grunaðir eru um þáttöku í sprengjutilræðunum, í gær. Gerðar hafa verið húsleitir á nokkrum stöðum, í Lundúnum, í dag, en lögreglan hefur ekki upplýst hvort þær hafi skilað einhverjum árangri. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira
Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Sjónarvottar segja að skelfing hafi gripið um sig á Stockwell járnbrautarstöðinni, í Lundúnum, þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega á harðahlaupum, á eftir manni sem var í þykkum vetrarjakka þrátt fyrir sumarhitann. Maðurinn stökk yfir grindverk og girðingar, og sinnti ekki hrópum lögreglumannanna um að stoppa. Manninum tókst að komast inn á Stockwell brautarstöðina, en þar náðu lögreglumennirnir honum og skutu hann til bana. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn fimm eða sex skotum. Reglur bresku lögreglunar mæla fyrir um að skotvopnum sé aðeins beitt í ítrustu neyð, og þá reynt að gera menn óvíga. Um grunaða sprengjumorðingja gildir öðru máli, þá á að skjóta til þess að drepa. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði að stundum væri lögreglan neydd til þess að drepa, ef ógnin væri mikil. Hann sagði að ef verið væri að fást við einstklinga sem líta út fyrir að vera sjálfsmorðsárásarmenn og sá aðili er með meðvitund og getur hugsanlega sprengt sprengjuna þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hann verði skotinn með það í huga að drepa hann. Lögreglan hefur engar upplýsingar gefið um þann sem var skotinn, nema að hann tengist sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. Þau voru nánast endurtekning á tilræðunum fyrir hálfum mánuði, nema hvað í gær sprungu sprengjurnar ekki. Síðdegis í dag handtók lögreglan mann í grennd við Stockwell lestarstöðina og hún hefur birt myndir af fjórum mönnum, til viðbótar, sem grunaðir eru um þáttöku í sprengjutilræðunum, í gær. Gerðar hafa verið húsleitir á nokkrum stöðum, í Lundúnum, í dag, en lögreglan hefur ekki upplýst hvort þær hafi skilað einhverjum árangri.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira