Hver verður næsti útvarpsstjóri? Guðmundur Magnússon skrifar 24. júlí 2005 00:01 Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun