Hærri vextir á sumarhúsalánum 25. júlí 2005 00:01 Vextir á lánum til kaupa á sumarhúsum eru hærri en á lánum til annarra fasteignaviðskipta. Útibússtjóri Landsbankans segir óeðlilegt að slík lán njóti sömu kjara og lán til íbúðarkaupa. Ekkert hefur dregið úr byggingu nýrra sumarbústaða þrátt fyrir stóraukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og að vextir af lánum til sumarbústaða séu talsvert hærri en af lánum til íbúðarhúsnæðis. Verð á notuðum sumarbústöðum hafa þó ekki hækkað jafn ört og á íbúðarhúsnæði, að minnsta kosti húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem bendir til þess að þessi markaður sé í meira jafnvægi. Bankarnir hafa verið að lána á vöxtum frá 4,90 prósentum til bústaðabygginga, sem eru talsvert hærri vextir en til íbúðakaupa, og ekki er lánað meira en 60 prósent af kaupverði, eða byggingarkostnaði. Að sögn Kristins Bjarnasonar hjá Frjálsa fjárfestingabankanum stafar þessi munur ekki síst af því að eigendum sumarhúsa er ekki skylt að tryggja sig gegn vatnstjónum, eins og brunatjónum, en vatnstjón eru algeng tjón í sumarhúsum. Þá eru leigulóðarsamningar í sumum tilvikum ekki langt fram í tímann og loks er hægt að flytja sumarbústaði af sökklum sínum, eða stela veðinu, ef svo má segja, þótt ekki hafi enn komið til þess, að sögn Kristins. Ekki eru allir sáttir við að vextir af sumarhúsalánum séu hærri en þegar um íbúðir er að ræða. Árni Emilsson, útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, segir ekki eðlilegt að sumarhúsavextir fari niður í 4,15 prósent. Það sé aðeins þegar um sé að ræða mjög seljanlegar eignir með stærra kaupendahóp. Mun færri hafi ráð á því að kaupa sér sumarhús og því eðlilegt að hærri vextir séu á slíkum lánum. Árni vill þó ekkert útiloka. Hann segir samkeppni bankanna mikla og ekki óhugsandi að bankarnir fari að berjast á þessum markaði eins og öðrum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Vextir á lánum til kaupa á sumarhúsum eru hærri en á lánum til annarra fasteignaviðskipta. Útibússtjóri Landsbankans segir óeðlilegt að slík lán njóti sömu kjara og lán til íbúðarkaupa. Ekkert hefur dregið úr byggingu nýrra sumarbústaða þrátt fyrir stóraukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og að vextir af lánum til sumarbústaða séu talsvert hærri en af lánum til íbúðarhúsnæðis. Verð á notuðum sumarbústöðum hafa þó ekki hækkað jafn ört og á íbúðarhúsnæði, að minnsta kosti húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem bendir til þess að þessi markaður sé í meira jafnvægi. Bankarnir hafa verið að lána á vöxtum frá 4,90 prósentum til bústaðabygginga, sem eru talsvert hærri vextir en til íbúðakaupa, og ekki er lánað meira en 60 prósent af kaupverði, eða byggingarkostnaði. Að sögn Kristins Bjarnasonar hjá Frjálsa fjárfestingabankanum stafar þessi munur ekki síst af því að eigendum sumarhúsa er ekki skylt að tryggja sig gegn vatnstjónum, eins og brunatjónum, en vatnstjón eru algeng tjón í sumarhúsum. Þá eru leigulóðarsamningar í sumum tilvikum ekki langt fram í tímann og loks er hægt að flytja sumarbústaði af sökklum sínum, eða stela veðinu, ef svo má segja, þótt ekki hafi enn komið til þess, að sögn Kristins. Ekki eru allir sáttir við að vextir af sumarhúsalánum séu hærri en þegar um íbúðir er að ræða. Árni Emilsson, útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, segir ekki eðlilegt að sumarhúsavextir fari niður í 4,15 prósent. Það sé aðeins þegar um sé að ræða mjög seljanlegar eignir með stærra kaupendahóp. Mun færri hafi ráð á því að kaupa sér sumarhús og því eðlilegt að hærri vextir séu á slíkum lánum. Árni vill þó ekkert útiloka. Hann segir samkeppni bankanna mikla og ekki óhugsandi að bankarnir fari að berjast á þessum markaði eins og öðrum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun