Hafa ekki enn séð skýrsluna 26. júlí 2005 00:01 Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Sjá meira
Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent