Handtökur í Bretlandi 27. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Yassin Hassan Omar var handtekinn eldsnemma í morgun, þegar lögreglan í Birmingham réðist inn í íbúðarhús þar sem hann hélt til. Lögreglumönnum tókst að skjóta hann með rafstuði og hann var svo handtekinn í kjölfarið. Hann var þegar í stað fluttur til London, þar sem lögreglan hefur yfirheyrt hann í allan dag. Omar reyndi ásamt þrem öðrum mönnum að endurtaka fyrstu sprengjuárásirnar á London fyrir þrem vikum, þar sem meira en fimmtíu létust. Árásirnar mistókust hins vegar og fjórmenningarnir komust lífs af og hefur þeirra verið ákaft leitað undanfarna viku. Við leit í íbúð Ómars fann lögreglan grunsamlegan böggul í sem talið er að hafi innihaldið sprengiefni. Svæðið í kringum húsið var þegar rýmt og íbúum hundrað húsa í nágrenninu var gert að halda sig annars staðar á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu böggulinn. Það er óhætt að segja að breska lögreglan sé með alla anga úti eftir árásirnar í síðustu viku. Þrír aðrir menn voru handteknir í Birmingham í morgun, en enginn þeirra tók beinan þátt í árásunum, þó að talið sé að þeir tengist þeim á einn eða annan hátt. Seint í gærkvöldi voru svo tveir menn handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Kross lestarstöðina í London. Þeir eru líka grunaðir um að tengjast árásunum. Síðdegis í dag handtók svo lögregla mann á flugvellinum í Luton, sem þótti svipa til eins árásarmannanna, en honum var sleppt og leyft að halda áfram för sinni, eftir að í ljós kom að hann var blásaklaus. Mikil bjartsýni ríkir innan bresku lögreglunnar eftir handtökuna í dag, sem vonast er til að varpi ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og eins hver skipulagði þær. Þá verður einnig reynt að fá Hassan Omar til að leiða lögreglunna á spor hinna mannanna þriggja, sem framkvæmdu árásirnar með honum. Haft er eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard í dag að dómurinn yfir Omar verði mildaður ef hann reynist samstarfsfús. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Yassin Hassan Omar var handtekinn eldsnemma í morgun, þegar lögreglan í Birmingham réðist inn í íbúðarhús þar sem hann hélt til. Lögreglumönnum tókst að skjóta hann með rafstuði og hann var svo handtekinn í kjölfarið. Hann var þegar í stað fluttur til London, þar sem lögreglan hefur yfirheyrt hann í allan dag. Omar reyndi ásamt þrem öðrum mönnum að endurtaka fyrstu sprengjuárásirnar á London fyrir þrem vikum, þar sem meira en fimmtíu létust. Árásirnar mistókust hins vegar og fjórmenningarnir komust lífs af og hefur þeirra verið ákaft leitað undanfarna viku. Við leit í íbúð Ómars fann lögreglan grunsamlegan böggul í sem talið er að hafi innihaldið sprengiefni. Svæðið í kringum húsið var þegar rýmt og íbúum hundrað húsa í nágrenninu var gert að halda sig annars staðar á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu böggulinn. Það er óhætt að segja að breska lögreglan sé með alla anga úti eftir árásirnar í síðustu viku. Þrír aðrir menn voru handteknir í Birmingham í morgun, en enginn þeirra tók beinan þátt í árásunum, þó að talið sé að þeir tengist þeim á einn eða annan hátt. Seint í gærkvöldi voru svo tveir menn handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Kross lestarstöðina í London. Þeir eru líka grunaðir um að tengjast árásunum. Síðdegis í dag handtók svo lögregla mann á flugvellinum í Luton, sem þótti svipa til eins árásarmannanna, en honum var sleppt og leyft að halda áfram för sinni, eftir að í ljós kom að hann var blásaklaus. Mikil bjartsýni ríkir innan bresku lögreglunnar eftir handtökuna í dag, sem vonast er til að varpi ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og eins hver skipulagði þær. Þá verður einnig reynt að fá Hassan Omar til að leiða lögreglunna á spor hinna mannanna þriggja, sem framkvæmdu árásirnar með honum. Haft er eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard í dag að dómurinn yfir Omar verði mildaður ef hann reynist samstarfsfús.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira