Tímar hefndarinnar 28. júlí 2005 00:01 Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun